Untitled 2

Skaftfell – Lola Bezemer

Verið kærlega velkomin á fyrsta viðburð Skaftfells á nýju ári miðvikudaginn 6. jan kl. 17:00-19:00 þegar gestalistamaðurinn Lola Bezemer sýnir nýtt verk í Bókabúðinni-verkefnarými.

Í verkum sínum einbeitir hollenska listakonan Lola Bezemer sér að upplifuninni á litum og ljósi í rýmum innanhúss. Við komu sína til Íslands tók hún með sér ógrynni af lituðum vefnaði í þeim tilgangi að vinna með hann í snjóhvítu landslaginu. Líkt og þegar maður varpar á hvítan vegg er sömuleiðis hægt að nota hvítt landslagið í sama tilgangi.

Í Bókabúðinni verður sýnt myndbandsverk sem tekið var utandyra og verður það fléttað saman við ljósainnsetningu inni í rýminu. Bæði verkin samanstanda af lituðu fallhlífarefni en draga fram ólíka eiginleika efnisins; innsetningin sýnir hvernig efnið geislar ljósinu og virðist stöðugt en í myndbandinu endurspeglar efnið ljósi og hreyfist kröftuglega.

Lola Bezemer (f. 1988 í Nijmegen Hollandi) útskrifaðist úr myndlistardeild Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam árið 2013. Á meðan námi hennar stóð fór hún sem skiptinemi eina önn í Listaháskóla Íslands. Hún hefur sýnt í Þýskalandi, Íslandi, Hollandi, Rúmeníu, Svíþjóð og Sviss. Nýlega hlaut hún styrk fyrir unga upprennandi listamenn úr Mondriann sjóðinum.

You are warmly welcome to Skaftfells first event in the new year, Wednesday Jan 6 at 17.00-19.00 when current Artist-in-Residence Lola Bezemer presents new work in the Bookshop-projectspace.

Lola Bezemer’s work concentrates on the experience of colour and light in architectural spaces. When going to Iceland, she brought a pile of coloured fabrics to work with in the snow white landscape. Like using a white wall to project on, one can also use a white landscape for the same purpose.

A video work made outside in the landscape is presented inside the Bookshop-projectspace and is juxtaposed by an interior light installation. Both works are comprised of coloured parachute fabric, yet make use of different characteristics of the material: In the installation the fabric radiates light and appears still and in the video the fabric reflects light and moves dynamically.

Lola Bezemer (b. 1988 in Nijmegen, the Netherlands) graduated from the Fine Arts department of the Gerrit Rietveld Academy in Amsterdam in 2013. During her studies she spent one semester at Listaháskóli Íslands in Reykjavík. Her work has been exhibited in Germany, Iceland, the Netherlands, Romania, Sweden and Switzerland. Recently she received a scholarship for young emerging artists from the Mondriaan Fund.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com