9454ebff 4f8f 43d8 Aa7d 77e3714b28f8

Skaftfell – Koma

“Við komum á Seyðisfjörð eina helgi en við erum ennþá komandi viku seinna. Lendingin er löng en ekki ströng. Við erum aðkomandi, framkomandi í snjókomandi bæ. Dvölin er ljúf en við erum ekkert nema tímabundnir komumenn og konumenn með hálsmen og zen: Komið, verið velkomin á Komuna okkar.”

Síðastliðnar tvær vikur hafa útskriftarnemar myndlistardeildar Listaháskóla Íslands dvalið á Seyðisfirði þar sem þeir hafa starfað undir hatti Dieter Roth Akademíunnar og Skaftfells, myndlistarmiðstöðvar Austurlands. Þetta er í sautjánda sinn sem námskeiðið Vinnustofan Seyðisfjörður hefur verið haldið, undir leiðsögn Björns Roth og Kristjáns Steingríms.

Nemendur bjóða gestum og gangandi á sýninguna Koma, þar sem afrakstur vinnunnar verður til sýnis í Skaftfelli. Opnun verður laugardaginn 28. janúar kl. 16:00 og stendur sýningin í átta vikur. Koma er opin daglega frá kl. 15:00-21:00, og eftir samkomulagi.

Listamenn eru: Ágústa Gunnarsdóttir, Bára Bjarnadóttir, Camilla Reuter, Elísabet Birta Sveinsdóttir, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, Heiðríkur á Heygum, Ieva Grigelionyte, Kristín Dóra Ólafsdóttir, Rannveig Jónsdóttir, Sigrún Gyða Sveinsdóttir, Valgerður Ýr Magnúsdóttir, Veigar Ölnir Gunnarsson, Ylfa Þöll Ólafsdóttir, Ýmir Grönvold og Þorgils Óttarr Erlingsson.
Sýningastjórar eru: Björn Roth og Kristján Steingrímur.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com