3d51d409 11c9 46de 955e 4e8af323f53b

Skaftfell: Farfuglar – málþing (Birds of passage- seminar)

(ENGLISH BELOW)

Laugardaginn 9. júní kl. 13:00
Sýningarsalur Skaftfells

Í tæplega tvo áratugi hefur Skaftfell rekið gestavinnustofur fyrir listamenn sem hefur getið af sér 250 heimsóknir listamanna. Sumir hafa skilið eftir sig áþreifanlega slóð, aðrir huglæga minningu. Einhverjir hafa komið hingað mörgum sinnum og sumir hafa fest hér rætur til frambúðar.

Nú verður púlsinn tekinn á þessum mikilvæga hluta starfseminnar og efnt til málþings þar sem samstarfsaðilum verður boðið að deila hugmyndum og reynslu í gegnum gestalistamenn Skaftfells í gegnum tíðina.

Skoðað verður hvaða þýðingu slík dvöl listamanna hefur fyrir þá sjálfa og í staðbundnu samhengi. Efnt verður til víðara samtals við Austfirðinga sem einnig reka gestavinnustofur og þeim boðið sérstaklega að taka þátt.

Meðal þátttakenda verða: Jessica Auer, Karna Sigurðardóttir, Lasse Hogenhof, Litten Nyström, Skúli Björn Gunnarsson, Una Sigurðardóttir, Þórunn Eymundardóttir auk starfsmanna Skaftfells.

Á málþinginu er litið til baka og þróun starfseminnar skoðuð sem í upphafi var fremur óformleg gestavinnustofa á þriðju hæð Skaftfells. Í dag eru gestavinnustofurnar umsetnar allan ársins hring og allt að sex listamenn hverju sinni í þremur til fjórum húsum víða í bænum. Margir hafa aðstoðað og tengst þessum listamönnum sem gestgjafar, áhorfendur eða tengiliðir á ókunnum stað sem er þeim algjörlega framandi.

Þingstjóri er Julia Martin.

Málþingið er haldið í tengslum við sýninguna Farfuglar 1998-2018, sem stendur til 10. júní í sýningarsal Skaftfells.

Málþingið fer fram á ensku og er opið almenningi.

///////////////////////////////////////////////////

Saturday June 9 at 13.00
Skaftfell gallery

20 years of Skaftfell’s artist-in-residency program have resulted in 250 artists coming to Seyðisfjörður and to East Iceland. Some have left a physical trace behind, or a trace in someone’s memory. Some have returned many times, and some have stayed for good.

We will look back at the development of this program, watching it expand from being an occasional, informal guest studio on Skaftfell’s third floor to being a busy all-year-round program hosting up to six artists at a time in three to four residency houses throughout the town. A good handful of people have worked with the residency artists in Seyðisfjörður over the years, they have been their hosts, their first audience, their main contact persons in an unfamiliar place.

Among the participants are: Jessica Auer, Karna Sigurðardóttir, Lasse Hogenhof, Litten Nyström, Skúli Björn Gunnarsson, Una Sigurðardóttir, Þórunn Eymundardóttir, and the Skaftfell staff.

The seminar brings Skaftfell’s former and present “art workers” and facilitators together with colleagues from similar residency programs in East Iceland, and invites them to share their thoughts and experiences regarding the art of hosting. We would like to hear through their stories what the presence of all these visiting artists has meant to them individually, and what it has contributed to their art organization, their local context, and to their understanding of artistic agency.

We also hope to inform a wider audience about what the Skaftfell residency program is currently doing, and where we plan to go with it. Most importantly, the seminar will discuss why it is locally and globally important to continue to support and develop artist residency programs, and to host artists from all over the world in remote regions such as East Iceland. 

Moderator is Julia Martin.

The seminar is a part of the exhibition Birds of passage 1998-2018, that is ongoing in the gallery until June 10.

The seminar will take place in English and is open to the public.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com