Skaftfell Bistro Seydisfjordur 1

Skaftfell auglýsir laust pláss í þematengdri gestavinnustofu

Skaftfell auglýsir laust pláss í þematengdri gestavinnustofu sem nefnist Printing Matter. Um er að ræða þriggja vikna langa vinnustofu undir handleiðslu dönsku listakonunnar og grafíska hönnuðarins Åse Eg Jörgensen.

Printing Matter mun fara fram á Seyðisfirði 6. – 26. mars 2019. Í vinnustofunni er lögð áhersla á að sjálfstæðri rannsóknarvinnu í tengslum við grafíktækni af gamla skólanum og bókverkagerð. Vinnustofan byggir þar að auki á samtali innan hópsins og að þátttakendur miðli reynslu sína og kunnáttu.

Umsóknarfrestur er til mánudagsins 29. okt. Umsóknareyðublað má finna hér: https://podio.com/webforms/20724192/1423049

Verð er 180.000 kr., innifalið er vinnustofugjöld, gisting og efniskostnaður.

Nákvæmari upplýsingar má finna á http://skaftfell.is/auglyst-eftir-umsoknum-thematengdar-gestavinnustofur-2019/.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com