Sjónvarpsþátturinn Strandhögg verður sýndur klukkan níu í kvöld, þriðjudaginn 16. febrúar á ÍNN

Sjónvarpsþátturinn Strandhögg verður sýndur klukkan níu í kvöld, þriðjudaginn 16. febrúar á ÍNN. Þátturinn er á vegum íslenskra Pírata en þær Sara Þórðardóttir Oskarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hafa umsjón með þættinum.  Sara er Pírati, listakona og málari og Þórhildur Sunna er Pírati og lögfræðingur sem sérhæfði sig í mannréttindum. Þátturinn er hálftími á lengd en þar verður fjallað um allt mögulegt sem Pírtötum á Íslandi liggur á hjarta.

Strandhögg hóf göngu sína þriðjudaginn 9. febrúar síðastliðinn en þar ræddu þær stöllur við Ástu Guðrúnu Helgadóttur og Kára Stefánsson.

Horfa má á fyrsta þáttinn hér (https://vimeo.com/154863676).

Í þættinum í kvöld ræðir Þórhildur Sunna við Birgittu Jónsdóttur um borgaralaun og Sara spjallar við Kristinn Hrafnsson um TISA samninginn. Uppistandarinn Helgi Steinar tekur síðan við með dagskrárliðnum Infected by Iceland.

Horfa má á þáttinn á ÍNN í sjónvarpinu en einnig er hægt að streyma honum beint af síðu ÍNN, www.inntv.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com