Fuglasmiðja. Viðey. Mynd 1

Sjáið fuglana fljúga – fuglasmiðja í Viðey á sunnudag

Hvað? Fuglasmiðjan: Sjáið fuglana fljúga!

Hvenær? sunnudaginn 21. júní kl. 13:30

Hvar? Viðey

Fuglasmiðja í Viðey með Sillu og Töru sunnudaginn 21. júní kl. 13:30

Sjáið fuglana fljúga er yfirskrift fuglasmiðju sem listakonurnar, Silfrún Una Guðlaugsdóttir og Tara Njála Ingvarsdóttir, munu leiða í Viðey fyrir fjölskyldur sunnudaginn 21. júní kl. 13:30-16:00.

Smiðjan er haldin í húsi sem kallast Naustið og er staðsett við fjöruborðið vestan megin á eyjunni, skammt frá Friðarsúlu Yoko Ono. Þátttakendur eru hvattir til að horfa vel í kringum sig á göngunni frá ferjunni og yfir í Naustið og taka sérstaklega eftir fuglalífinu til að fá innblástur áður en sest er inn og hafist handa við fuglagerð. Að smiðju lokinni er upplagt að fara í fjöruferð fyrir neðan Naustið.

Siglt verður frá Skarfabakka kl. 13:15 og heim aftur samkvæmt áætlunarsiglingu þegar fólki hentar. Veitingasala í Viðeyjarstofu er opin og verður þar hægt að njóta góðra veitinga í fallegu og sögulegu húsi. 

Silfrún og Tara eru nýútskrifaðar frá Myndlistadeild Listaháskóla Íslands en þær vinna mikið gjörninga og innsetningar þar sem þátttaka áhorfenda er oftar en ekki stór þáttur í heildarverkinu. Útskriftarverkefni þeirra er risastórt fuglahljóðfæri úr pappamassa og þaðan spratt áhuginn á fuglum sem þær vilja deila með öðrum.

Allt hráefni verður á staðnum og er smiðjan þátttakendum að kostnaðarlausu en greiða þarf í ferjuna.

Gjald í ferjuna fram og til baka er 1.650 kr. fyrir fullorðna, 1.500 kr. fyrir eldri borgara og nemendur og 825 kr. fyrir börn 7 – 17 ára í fylgd fullorðinna. Börn 6 ára og yngri sigla frítt. Menningarkortshafar fá 10% afslátt.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com