Fimmtudagurinn Langi

SÍM – Samsýning listamanna sem hafa dvalið og starfað í gestavinnustofum SÍM í Júlí 2020


  Fimmtudagurinn langi, 30. Júlí!   Opið til 22 og enginn aðgangseyrir hjá fjölda sýningarstaða í miðborginni* Í sumar býður fjöldi safna og sýningarstaða í miðbænum upp á lengdan opnunartíma síðasta fimmtudagskvöld í júní, júlí og ágúst. Þá er tilvalið að bregða sér í göngutúr og skoða fjölbreyttar listasýningar, kíkja við á vinnustofum listamanna, heimsækja listamannarekin rými, gallerí og söfn – og upplifa líflega myndlistarsenu miðborgarinnar! Enginn aðgangseyrir og boðið verður upp á ýmsar óvæntar uppákomur.    Dagskráin 30. júlí er fjölbreytt og lífleg. Þá verður opið til 22:00 á fjórtán sýningarstöðum í miðbænum. Vert er að taka fram að í Hverfisgallerí er yfirstandandi sýning, Houndshills, Houndshollows eftir Guðmund Thoroddsen opin til 21:00 og kvöldið í Kling & Bang í Marshallhúsinu verður líka með ólíku sniði. Þar opnar kl. 20:30 með gjörningi Arnar Alexanders Ámundasonar. Á vinnustofu Shoplifter (Hrafnhildar Arnardóttur) verður hægt að upplifa verk hennar Chromo Sapiens í sýndarveruleika, og hjá Sambandi Íslenskra myndlistarmanna verður opnun á samsýningu þeirra listamanna sem hafa dvalið og starfað í gestavinnustofum SÍM í júlí.  Núllið gallerý opnar einnig nýja sýningu eftir Sölku Rósinkranz og Tótu Kolbeinsdóttur og Listasafn Íslands býður upp á listgöngu um sunnanvert Skólavörðuholt. Í Nýlistasafninu verður útgáfuhóf í tilefni af nýju bókverki eftir Fritz Hendrik IV og óformlegt listamannaspjall við nokkra af þeim listamönnum sem eiga verk á sýningunni Ný aðföng. Í Listasafni Reykjavíkur verður pop-up bar í Hafnarhúsinu og happy hour tilboð á Klambrar Bistro, Kjarvalstöðum. Í Gallerí Port verður yfirstandandi sýning listhópsins Kaktus opin, í i8 má sjá sýningu á verkum Ólafs Elíassonar, Handan mannlegs tíma. Í gluggagalleríinu Wind & Weather er sýningin Millihlustargátt eftir Freyju Eilíf og í Stúdíó Ólafs Elíassonar í Marshallhúsinu eru verk eftir listamanninn til sýnis. Í listamannarekna sýningarrýminu Harbinger standa listamennirnir Anna Hrund Másdóttir, Ragnheiður Káradóttir og Steinunn Marta Önnudóttir fyrir opinni tilraunastofu. 

Hér að neðan er hægt að kynna sér dagskrána í heild sinni og smella inn á hina mismunandi viðburði og sýningar, en dagskrána er einnig að finna á facebook viðburði fimmtudagsins langa. 
  Verið hjartanlega velkomin! 

  DAGSKRÁ fyrir 30. júlí:

Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir Klambrar Bistro – Happy Hour frá kl. 17-19 Yfirstandandi sýningar: Allt sem sýnist – Raunveruleiki á striga 1970-2020 og Jóhannes S. Kjarval: Hér heima  

Harbinger
Freyjugata 1 Opið hús á Tilraunastofu. Anna Hrund Másdóttir, Ragnheiður Káradóttir og Steinunn Önnudóttir.
 
Shoplifter studio
Ingólfsstræti 6 Chromo Sapiens, eftir Hrafnhildi Arnardóttur,  í sýndarveruleika.  

Núllið Gallerý
Bankastræti 0 Sýningaropnun: Salka Rósinkranz og Tóta Kolbeinsdóttir, Móðan mikla

Hverfisgallerí
Hverfisgata 4-6 Yfirstandandi sýning: Guðmundur Thoroddsen, Houndshills, Houndshollows    Wind and Weather Window Gallery
Hverfisgata 37 Yfirstandandi sýning: Freyja Elíf, Millihlustargátt  

Gallerí Port
Laugavegur 23 Yfirstandandi sýning: Kaktus, sýningin   Listasafn Íslands
Fríkirkjuvegur 7 Kl. 18:00 Listaganga um sunnanvert Skólavörðuholt  

Samband Íslenskra myndlistarmanna
Hafnarstræti 16 Sýningaropnun: Samsýning listamanna sem hafa dvalið og starfað í gestavinnustofum SÍM í Júlí 2020

Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús
Tryggvagata 17 Pop-up vínbar á 2. hæð – Piccolo Yfirstandandi sýning: Erró, Sæborg

I8 Gallerí
Tryggvagata 16 Yfirstandandi sýning: Ólafur Elíasson, Handan mannlegs tíma  

Marshallhúsið
Grandagarður 18

— Nýlistasafnið Kl. 19:00:
Óformlegt listamannaspjall með listamönnum sem eiga verk á sýningunni Ný aðföng.  Kl. 20:00: Útgáfuhóf Art Finger Pub fyrir bókverk Fritz Hendrik IV, Affall
— Kling & Bang Kl. 20:30: Gjörningur eftir Örn Alexander Ámundason
  Studio Ólafur Elíasson Yfirstandandi sýning á verkum Ólafs Elíassonar   * Hverfisgallerí er með opið til kl. 21:00, í Kling & Bang verður gjörningur kl. 20:30, lokað fram að því. Núllið verður með opið til 23:00.    Langir fimmtudagar eru styrktir af Sumarborginni, Reykjavíkurborg.  #fimmtudagurinnlangi

 
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com