Sím.listamenn

SÍM Salurinn 2021 – Opið fyrir umsóknir / SIM gallery 2021 – Open Call

Umsóknarfrestur er til miðnættis föstudagsins 23.október 2020 – ekki er tekið við umsóknum sem berast að umsóknarfresti liðnum.

SÍM auglýsir nú eftir umsóknum frá félagsmönnum sem hafa áhuga á að halda sýningu í SÍM salnum, Hafnarstræti 16, á næstkomandi ári. Tímabilið sem um er að ræða er janúar – desember 2021.

Í SÍM eru um 930 meðlimir, og gaman væri að sjá í salnum þverskurð af þeim fjölbreytta hópi sem félagið samanstendur af. Því viljum við hvetja unga sem aldna til að sækja um, og með sem fjölbreyttustum verkefnum, t.d. stendur ekkert í vegi fyrir því að listamenn taki sig saman og skipuleggi samsýningu.

Athugið þó að sýningar þurfa að vera þess eðlis að hægt sé að nýta salinn í fundarhöld og samkomur meðan á sýningum stendur (t.d. má ekki þekja gólfið þannig að ekki sé hægt að ganga um eða koma fyrir stólum).

Sjá má nánari upplýsingar um SÍM salinn hér: https://sim.is/um-sim/sim-salurinn/

Félagsmenn eru hvattir til þess að senda inn umsókn um sýningarhald; að hámarki eina blaðsíðu af texta, 3-5 myndir af verkum og ósk um sýningartíma. Umsóknir berist í tölvupósti til: sim@sim.is, en frestur til að skila inn umsóknum rennur út á miðnætti föstudaginn 23.október 2020.

Sýningarnefnd mun fara yfir umsóknir og munu svör berast um það bil viku eftir lok umsóknarfrests.

Skilyrði og aðrar hagnýtar upplýsingar vegna sýningar í SÍM salnum

 • Salurinn er laus frá byrjun hvers mánaðar og þar til sýning gestalistamanna SÍM er sett up. Síðasta vika hvers mánaðar er frátekin fyrir gestalistamenn SÍM.  Sýningartímabilið sem um er að ræða er því yfirleitt ca. 3 vikur.
 • Listamenn sjá um allan kostnað við sýningar og opnanir en SÍM leggur út salinn og yfirsetu á skrifstofutíma.
 • Sýningaropnun má standa frá kl.17:00-19:00 á virkum degi, en þá verður öllum frágangi að vera lokið (kl.19:00). Húsnæðið er lokað um helgar og á almennum frídögum.  
 • Farið er fram á tryggingargjald, kr. 20.000,-  sem verður endurgreitt til hálfs að neðangreindum skilyrðum uppfylltum.
 • 10.000 kr af tryggingargjaldinu er haldið eftir þrátt fyrir að listamaður hætti við sýningu. Þessi upphæð fer upp í þrif og almennt viðhald á salnum.
 • Farið er fram á kr. 10.000.- gjald , sem fer í frágang á salnum sé neglt í veggina, en fást endurgreiddar ef ekki er nelgt í veggina.
  • Veggirnir í salnum eru úr einföldu gipsi og hafa því takmarkað burðarþol. Við mælum eindregið með því að verk séu hengd á girni eða bönd sem fest eru í þar til gerðar rennur.
  • Sé nelgt í veggina þurfa listamenn sjálfir að fjarlægja nagla, en SÍM sér um að sparsla í götin og mála.
 • Listamenn setja sjálfir upp sýningar sínar á opnunartíma skrifstofu (alla virka daga milli kl.10-16)
 • Listamenn sjá alfarið um upphengi og frágang á sýningarrýminu.
 • Listamenn sjá um að útvega tækjabúnað ef þeir þurfa.
 • Hægt er að fá lánaða stöpla hjá SÍM.
 • Listamenn útbúa eigið kynningarefni og sjá um að bjóða á sýninguna. Skrifstofa SÍM getur birt tilkynningu um sýningar á heimasíðu SÍM og í fréttabréfi, að því gefnu að beiðni um slíkt sé sent á sim@sim.is
  • Tilkynning þarf að innihalda full-unnin kynningartexta um sýninguna (word skjal) og gott er að fá nokkrar myndir (2-3) á jpg formatti.

Mikilvægt er að skilja við salinn í góðu standi þannig að hann sé tilbúinn fyrir næsta sýnanda.  Allar skemmdir vegna óhapps sem verður af völdum verka, upphengi eða annars ber listamönnum að laga á sinn kostnað. Einnig ber að hafa í huga að salurinn er notaður fyrir alls kyns viðburði og kynningar alla mánuði ársins. Ekki má því staðsetja verk á gólfi sýningarrýmisins þannig að þau hindri notkun á salnum.

SIM announces an open call for exhibitions in the SIM Gallery for the year 2021. All SIM members who are interested in hosting an exhibition in the SIM Gellery are welcome and encourgaed to send in an application. The available application period is for January – December 2021.

Application deadline: Before midnight, 23rd October 2020.

SIM has around 930 members and we would like to see a cross section of our growing group of artists portrayed at the SIM Gallery. We encourage artists of all ages to apply, we even welcome applications for group exhibitions.

Please note, that the gallery is sometimes used for meetings and other functions so the floor has to be accessible at all times, therefore it can not be covered.

More information about the SIM Gallery can be found here: https://sim.is/um-sim/sim-salurinn/

SIM members are encouraged to send in an application for an exhibition, a maximum of 1 page of written text, 3-5 pictures, and a request of exhibition period (i.e. janury, june, november).

All applications shall be sent to sim@sim.is before the application deadline, before midnight 23rd October 2020.

A selection committee will review all applications and all applicants will be notified around a week after the application deadline has passed.

Terms and conditions for SIM Gallery exhibitions

 • The gallery is available from the beginning of each month until the SIM Residency group exhibition. The last week of each month is reserved for the SIM Residency group show. Each exhibition period is therefore about 3 weeks.
 • Artists are responsible for all cost around the exhibition and openings. SIM supplies the gallery and overseeing the exhibition during office hours.
  • Exhibition openings can be between 5pm – 7 pm on a week day, that´s when the house closes. The SIM house is closed during weekends and all public holidays.
 • Insurance fee is required, 20.000 ISK. half of which will be paid back if the requirements stated below are met.
 • Half of the fee is non-refundable even if the artist/artists decide to cancel their exhibition. This will be used for cleaning and general maintenance of the gallery.
 • Half of the insurance fee (10.000 ISK) will be repaid if the artist/ artists do not hang nails in the walls.
  • The walls are made of plaster and can only carry a very light weight. We recommend that artists use a wire that SIM can provide and are connected to a special trey/Shute on the walls.
  • If the artist/artists hang nails in the walls, they must remove them and SIM will handle repairs and paint the walls.
 • Artists must prepare their exhibition openings during office hours (10am – 4pm on week days).
 • Artists themselves handle the putting up and taking down of their own exhibitions
 • Any technical equipment needed for the exhibition is to be handled and obtained by the artists themselves.
 • The artist/artists prepare all publicity material themselves and inviting guests to their openings.
  • An announcement can be put on the SIM website/newsletter but is has to be sent to the SIM office fully prepared at sim@sim.is . Text must be in word format and there must be 2-3 pictures as well (jpg).
 • It is very important to leave the gallery in a good state, so it will be as ready as can be for the next artist.
 • All damages to the walls or floors because of artwork will be repaired and paid for by the artist.

Please note that the SIM gallery is used for other functions as well, such as meetings and lectures, so we need to keep the floor cleared at all times.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com