IMG 2557 3

Í SÍM salnum: Jakob Veigar Sigurðasson – Bua, was ist los in deinem Kopf?

Föstudaginn 3. nóv. opnar Jakob Veigar Sigurðsson sýninguna Bua, was ist los in deinem Kopf? í SÍM salnum í Hafnarstræti 16 kl. 17:00 – 19:00.

Á sýningunni eru verk sem voru unnin síðasta eitt og hálfa árið. Sýningin samanstendur af abstraktverkum, portrettum og vídeóverkum sem öll hafa það sameiginlegt að sýna ferðalag í okkar sýnilega veruleika og inn í víddír samsíða heima þar sem byggður er upp veruleiki sem byggir tilvist sína eingöngu á málverkinu.

Allir velkomnir!

Jakob Veigar er byggingartæknifræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Hann lauk B.a prófi í myndlist frá Listaháskólanum 2016 og stundar núna áframhaldandi nám í myndlist við Akademie der bildenden künste í Vínarborg.

Jakob Veigar Sigurðsson

B.sc Civil engineer

B.a Fine Art

http://www.jakobveigar.com/

 

Sýningin er opin alla virka daga, á opnunartíma SÍM, frá 10-16 og henni lýkur þann 24. nóvember. Allir velkomnir!

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com