SÍM20 1

SÍM óskar eftir umsóknum vegna sýninga í SÍM salnum 2020

Kæru félagsmenn,

SÍM auglýsir nú eftir umsóknum frá félagsmönnum sem hafa áhuga á að halda sýningu í SÍM salnum, Hafnarstræti 16 á komandi ári, 2020.

Tímabilið sem um ræðir er janúar – desember 2020.

Í SÍM eru rétt tæplega 900 virkir félagsmenn og gaman væri að sjá í salnum, þverskurð af þeim fjölbreytta hópi sem félagið samanstendur af. Við hvetjum félagsmenn á öllum aldri til að sækja um og með sem fjölbreyttustum verkefnum, t.d. stendur ekkert  í vegi fyrir því að listamenn taki sig saman og skipuleggi samsýningu.

Athugið þó að sýningar þurfa að vera þess eðlis að hægt sé að nýta salinn í fundarhöld og samkomur á meðan á sýningartíma stendur. T.d. má ekki þekja gólfið þannig að ekki sé hægt að ganga um eða koma fyrir stólum. Einnig er vert að taka fram að salurinn er aðeins opinn á skrifstofutíma, eða milli kl.10 og 16 alla virka daga.

Nánari upplýsingar um SÍM salinn má nálgast hér: https://sim.is/um-sim/sim-salurinn/

Félagsmenn eru hvattir til að senda inn umsókn um sýningarhald, að hámarki ein blaðsíðu af texta, 3 – 5 myndir af verkum og óskir um sýningartíma.

Umsóknir skulu sendar á rafrænu formi á netfangið sim@sim.is

Umsóknarfrestur er til og með 15.nóvember 2019. Ekki verður tekið á móti umsóknum sem berast eftir að umsóknarfrestur er liðinn.

Sú breyting verður gerð að sýnandi/sýnendur þurfa að greiða tryggingargjald að upphæð 20.000kr. áður en uppsetning hefst. Sé salnum skilað í viðunandi ástandi fæst tryggingargjaldið endurgreitt. Vilji sýnendur hafa ljós í salnum kveikt utan skrifstofutíma og um helgar þarf að greiða kostnað upp á 10.000 kr. sem verður gert upp þegar sýning er  tekin niður.

Sýningarnefnd mun fara yfir umsóknir og munu svör berast viku eftir að umsóknarfrestur er liðinn.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com