Sím.listamenn

SÍM: K.J. Baysa með portfolio viðtöl í Listasafninu á Akureyri – framlengdur frestur til 13. júní.

Stjórn SÍM, í samstarfi við Akademíu skynjunarinnar býður félagsmönnum SÍM upp á tækifæri til að hitta K.J. Baysa í Listasafninu á Akureyri dagana 14.-18. júní nk.

K. J. Baysa, M.D. nam sýningarstjórnun hjá Whitney Museum í  New York –  Independent Study Program (ISP) og hefur skrifað árum saman fyrir AICA – Alþjóðasamtök listgagnrýnenda.K.J. Baysa situr í stjórnum ýmissa myndlistasamtaka og hreyfinga. Má þar nefna Art Omi Art Residency and Sculpture Park í Colombia County N Y. Hann er einn stofnenda Hawai-i Biennale  International.  Hann er búsettur í Los Angeles.

Myndlistarmenn innan SÍM sem óska eftir að hitta K.J. Baysa geta sótt um viðtalstíma með því að senda tölvupóst til Ásgerðar skrifstofustjóra SÍM ásamt möppu/portfolio á ensku. Portfolio skal vera á tölvutæku formi (PDF) og þar þurfa að koma fram allar helstu upplýsingar um listamanninn og feril hans ásamt mynddæmum af listaverkum.

Viðtölin, sem munu fara fram á ensku, verða að þessu sinni haldin í gestastúdíó Listasafns Akureyrar dagana 14.-18. júní. milli kl 10 og 15. Viðtölin standa öllum félagsmönnum SÍM til boða endurgjaldslaust.

Umsóknir ásamt möppu þurfa að berast með tölvupósti til sim@sim.is fyrir kl 16:00 sunnudaginn 13. júní. Merkt: Ásgerður – Stefnumót við K.J. Baysa  Nánari upplýsingar veitir Ásgerður Júlíusdóttir hjá sim@sim.is

Umsækjendur fá send svör um hvort þeir komist að í viðtöl.

Gert er ráð fyrir að hvert viðtal verði 20 – 25 mínútur að lengd.

Anna Eyjólfs

Formaður stjórnar SÍM

//English//

PORTFOLIO REVIEWS WITH K.J. BAYSA IN AKUREYRI ART MUSEUM

SÍM, in collaboration with the Academy of the Senses, is inviting artists within SÍM to meet K.J. Baysa in Akureyri Art Museum from 10.- 18. of June

Any member of SÍM can apply for a meeting by sending application and portfolio in English (pdf version) with detailed information on background, education, and examples of artwork via email to Ásgerður – SÍM Office Manager.

The Portfolio Reviews will be held in the gueststudio at Akureyri Art Museum from June 10th to June 18th.

Please send your application and portfolio in English via email (pdf) to sim@sim.is before 16:00 June 7th 2021. Labeled: Ásgerður – A date with K.J. Baysa.

If you have any questions, please contact Ásgerður Júlíusdóttir at sim@sim.is  

Applicants will be notified if their applications has been accepted. Each review will last approximately 20-25 minutes.

Anna Eyjólfs

Chairman of the board of SÍM

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com