Minerallick Promo Mynd Sim

SÍM Gallery: Mineral lick*blue origin – Bryndís Björnsdóttir

Sýning Bryndísar Björnsdóttur, Mineral lick*blue origin, opnar sunnudaginn 11. júlí frá kl 14-18 í SÍM Gallery, Hafnarstræti 16. Sýningin stendur til 31. júlí.

Frumkýrin Auðhumla kom Búra, afa allra norrænna guða, til lífs með því að sleikja hrímstein. Neikvætt rými allra svitahola og krika myndaðist við brodd tungunnar rétt það augnablik sem líkaminn tók á sig mynd. Meðal dýra býr rík innri þörf til að sleikja jörðina og gera þau sér því langar ferðir til að finna réttan poll, með réttu magni af söltum og steinefnum. Ferðin þangað myndar stíga sem sagt er að frummenn hafi í árdaga nýtt sér á veiðum. Þessir stígar urðu að vegum og vegirnir að innviðum þess sem heitir siðmenning. Í dag mæta dýr sömu þörf í þar til gerðum samanþjöppuðum einingum sem kallast saltsteinar, eða mineral lick. Enska heitið segir til um bæði efnið og athöfnina. Á sýningunni mineral lick*blue origin birtist þessi saltsteinn okkur sem grunneining kosmískrar byggingaframkvæmdar, hornsteinn að umhverfi okkar, upphafsreitur á vegferð og kennileiti um stöðu náttúru og vistkerfa. Fyrri nýting náttúruauðlinda hefur rekið náttúruna í þrot og vakir því sú spurning hvort framundan sé tímabil jarðmótunar, þar sem við mætum plánetunni í tilraun til þess að gera hana jarðlega aftur, móta hana líkt og við myndum móta framandi plánetu sem við sæjum fyrir okkur að ílendast á. Hugmyndin um mótanleika segir til um rekjanleg vensl í tungumálinu og milli lífvera, sem sýningin býður upp á að virða fyrir sér í sundurleitum vefstól.

Sýningin er styrkt af myndlistarsjóði, launasjóði listamanna og unnin að hluta til í samstarfi við tónlistarkonuna Teresa Stroetges 

Haldinn verður samræðukoma þriðjudaginn 20. Júlí, kl 19-21 í samstarfi við Þórhildi Tinnu Sigurðardóttur. 

English:

The mythological original cow Auðhumla brought Búra, the grandfather of all the Nordic gods, to life by licking a stone. The negative space of all pores and creases formed at the tip of the tongue at the split second the body took shape. Among animals, the need to lick the earth is so strong that they make long journeys to find the right puddle, with the right amount of salts and minerals. The trip there forms a path that it is said to have been used by early humans to hunt. These paths became roads and the roads became the infrastructure of what is called civilization. Today, animals meet the same need in specially designed compacted units called mineral licks. The English name refers to both the subject and the act itself. In the exhibition mineral lick * blue origin, this salt stone appears to us as a unit of cosmic construction, a cornerstone of our environment, a starting point for a journey and a landmark for the state of nature and ecosystems. The previous exploitation of natural resources has driven nature into depletion, so the question arises as to whether there is a period of terraforming ahead, where we meet the planet in an attempt to make it earthly again, shape it as if we were shaping another planet that we envision landing á. The concept of formability refers to traceable relationships in language and between organisms, which the exhibition offers to respect in a disjointed weaving chair.

The exhibition is funded by Icelandic Visual Arts Fund, Artists’ Salary Fund and based on a collaboration with sound artist Teresa Stroetges 

Discursive moment will be held Tuesday 20th of July, 19-21 o’clock in collaboration with Þórhildur Tinna Sigurðardóttir.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com