144956256 5596747970350871 7173859085255847002 O

SÍM GALLERY: Árni Valur Axfjörð – Jaðarsjón / Undirmeðvitund

Jaðarsjón / Undirmeðvitund     Árni Valur Axfjörð     4. – 26. febrúar  2021

Fimmtudaginn 4. febrúar næstkomandi opnar Árni Valur Axfjörð fyrstu einkasýningu sína eftir tveggja ára nám við Keramikdeild Myndlistaskólans í Reykjavík sem hann lauk vorið 2020. Á þessari sýningu sjáum við skúlptúra unna í postulín ásamt skyssum og teikningum. Árni vinnur þessi verk af þeirri hugmynd að mannskepnan  deili sameiginlegri undirmeðvitund og þeim möguleikum sem þar dvelja. Verk Árna miðast út frá því að spyrja spurninga sem varða hugmyndir og hugtök sem maðurinn hefur ekki enn dregið fram í dagsljósið og jafnframt spurningar um hluti sem við höfum enn ekki búið til, byggt eða framleitt. Inn í þessar hugmyndir spinnast svo möguleikarnir sem liggja fyrir hendi, hver hugmynd fyrir sig sem verður að veruleika og þær útgáfur sem við ímyndum okkur, dregnar úr hinu víðfeðma fyrirbæri sem undirmeðvitundin er. Skúlptúrarnir eru að hluta til unnir eftir teikningum en líka út frá innsæi og núvitund.

Nám – 2018 – 2020   Keramikdeild Myndlistaskólinn í Reykjavík

Sýningar

2010  Sept. Einkasýning / Dauðagalleríið í Reykjavík / Skúlptúrar, lágmyndir, pappírsverk

2012  Jan.  Samsýning í Ketilhúsinu, Listasafnið á Akureyri m/ Jón Sæmundur Auðarson / Hafsteinn M. Gudmundsson / Skúlptúrar, lágmyndir, pappírsverk, silkiþrykk,

2017  Apr.  Einkasýning mötuneyti Advania Reykjavík / Teikningar, Ímyndað landslag,

gamlar bækur; vatnslitur, penni

2018  Maí.  Einkasýning mötuneyti Advania Reykjavík / Teikningar, Ímyndað landslag,

gamlar bækurl pappír; vatnslitur, penni

2020  24 – 28 Júní. Hönnunarmars Samsýning með útskriftarnemum Keramikdeildar          Myndlistaskólans í Reykjavík.  Steyptar postulínsskálar

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com