LV Banner Sím

SÍM Gallerí: Laura Valentino – Lifandi – List árið 2020

LifandiList árið 2020

Fimmtudaginn 4. mars næstkomandi klukkan 17–19 opnar Laura Valentino einkasýningu í SÍM Galleríi, Hafnarstræti 16. Syningin ber titilinn LifandiList árið 2020 og stendur til 25. mars. Galleríið er opið kl 10–16 á virkum dögum.

“Árið 2020 var helgað sjálfsskoðun á hægri ferð, á meðan allt lifandi heldur áfram að vaxa og stökkbreytast í sömu andrá. Listaverk fæddust af sjónrænum hugmyndum sem einnig uxu og breyttust á árinu, í einangrun og sóttkví.  Myndheimur Lifandi er upprunninn úr nánasta umhverfi mínu, úr litlum hring í kringum sóttkvína – aðallega úr nágrenni Tjarnarinnar í Reykjavík. Höfuðverkin á sýningunni eru lýsingar undirmeðvitundarinnar á skipulagðri óreiðu lífsins”. 

Myndirnar á sýningunni eru unnar með eftirfarandi tækni: gum bichromate, cyanotype, og photogravure.

Um Lauru:

Laura Valentino er með meistaragráðu í myndlist frá Kaliforníuháskóla, Berkeley. Hún flutti til Íslands árið 1988 og hefur tekið þátt í mörgum sýningum hér á landi og erlendis, sem málari og grafíklistamaður. Hún hefur unnið með sígildar ljósmyndunaraðferðir síðan á tíunda áratug síðustu aldar. Laura er meðlímur í SÍM og félaginu Íslensk Grafík.

Photo by Laura Andrés Esteban

Frekari upplýsingar: www.lauraval.com

Yfirlýsing listamanns:

Laura notar hefðbundnar ljósmyndunaraðferðir til að fanga hið eilífa og almenna í hversdagslegum viðfangsefnum. Með því að beita aðferðum hliðrænnar (e. analog) ljósmyndunar myndast fjarlægð milli viðfangsins og túlkunar á því. Útkoman vekur upp minningar og tilfinningar sem endurspegla framrás tímans.


Living—Art in the year 2020

Laura Valentino opens a solo exhibit entitled Living—Art in the year 2020 at SÍM Gallery, Hafnarstræti 16, on Thursday, March 4, from 5–7 pm. The show runs until March 25, and the gallery is open from 10–4, on weekdays.

“2020 was a year for introspection and slowing down while living things continue to grow and mutate around us as they do. During isolation and quarantine, artworks were born of visual ideas which also grew and changed during the year. The imagery in Living comes from within a small radius from my place of quarantine—mostly from the area surrounding the Tjörnin pond in downtown Reykjavík. The key works in the show are an unconscious depiction of the organized chaos of life”.

Included in the show are works made using the gum bichromate, cyanotype and photo gravure processes.

About Laura:

Laura Valentino has a masters degree in fine arts from the University of California, Berkeley, and has resided in Iceland since 1988. She has participated in exhibitions in Iceland and abroad as a painter and printmaker, and became interested in historic photographic processes in the late 90s. She is a member of SÍM and Íslensk Grafík.

More information: www.lauraval.com

Artist’s Statement:

Laura works with traditional photographic processes to grasp a timeless and universal sensibility in present day subjects. Working with analog processes is a tactile approach which allows time and space to achieve layers of separation from the subject matter, resulting in an evocative image that reflects the passage of time.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com