Sím.listamenn

SÍM: Félagsfundur – Fundarboð / General Meeting

Ágætu félagsmenn,


Í samræmi við lög SÍM um að boðað skuli til félagsfundar um ákveðin mál ef minnst 30 félagsmenn óska þess boðar stjórn SÍM hér með til félagsfundar þann 12. mai 2021 kl. 15. Fundurinn verður rafrænn á Zoom.


Þeir sem vilja sækja fundinn eru beðnir um að senda meldingu um þátttöku til skrifstofu SÍM ( sim@sim.is) merkt þátttaka í félagsfundi SÍM, fyrir kl 16:00 föstudaginn 7. maí. Viðkomandi fær þá sendan tengil á fundinn tímanlega áður en hann á sér stað.


Að beiðni félagsmanna verða neðangreind mál til umræðu:


  1.  Krafa um að fella eigi úr leigusamningum SÍM við félagsmenn þess ákvæði um 9 ára hámark leigutíma á vinnustofum eða breyta útfærslu takmörkunar á leigutíma ef vilji félagsmanna stendur frekar til þess.
  2.  Krafa um að framangreindu ákvæði um hámark Ieigutíma á vinnustofum verði ekki beitt gagnvart núverandi Ieigutökum nema fvrir Iiggi lögmætt samþykki aðalfundar SÍM þess efnis.


Stjórn SÍM vill taka fram í þessu tilefni að hún hefur látið gera úttekt á möguleika fundarins á því að álykta um ofangreind 2 atriði og þá sér í lagi hvort fundurinn geti tekið ákvarðanir sem binda hendur stjórnar eða geti breytt ályktunum síðasta aðalfundar. Niðurstaðan þeirrar úttektar er sú að félagsfundur hefur ekki umboð til þess. Síðasti aðalfundur fól stjórn að skoða forsendur samninga um vinnustofur og taka endanlega ákvörðun í þessu máli, nokkuð sem stjórn hefur þegar gert að vel athuguðu máli. Hún hefur því fullt umboð aðalfundar fyrir þeim aðgerðum sem þegar hafa verið kynntar.


Þannig að um lið 2, þá hefur aðalfundur þegar samþykkt aðgerðir stjórnar.

Félagsfundur hefur ekki umboð til að fella úr gildi samþykkt aðalfundar.


Um lið 1, þá á það sama við. Aðalfundarsamþykkt ræður um þetta.

Um þær vinnustofur sem um ræðir hafa viðkomandi listamenn undirritað samning með ákvæði um tímabundna leigu sem ekki verði endurnýjuð í meir en 9 ár alls. Þeir hafa allir undirritað slíkan samning án fyrirvara og eru því bundnir honum. Ef aðalfundur SÍM tæki ákvörðun um að breyta forsendum síðar, þá ætti það ekki við þá samninga sem þegar eru í gildi.

Anna Eyjólfs – Formaður SÍM

//English//

Dear SÍM members,


In accordance with SÍM’s law that a general meeting shall be held on certain matters if this has been requested by at least 30 members, the board of SÍM hereby announces a general meeting on May 12th. 2021 at 15:00 The meeting will be held on Zoom.
Those who wish to attend the meeting are asked to send a notification of participation to the SÍM office (sim@sim.is) marked participation in the SÍM meeting, before 16:00 on Friday 7 May. Participants will receive a link to the meeting before it takes place.

At the request of members, the following issues will be discussed:

  1. A demand from a small group of artists that the following provision within the SÍM´s leash agreements should be deleted from SÍM´s law, i.e. the 9 year maximum tenancy of workshops, or that a limitation on rental periods be changed if the member wishes so.
  2. A demand that the above-mentioned provisions on the maximum tenancy of workshops shall not be applied to current tenants without the prior consent of the Annual General Meeting of SÍM.

The Board of SÍM would like to draw attention to that on this occasion it has commissioned an assessment of the meeting’s possibilities of resolving the above two issues, and in particular whether this meeting can be qualified to make decisions that tie the hands of the Board or can change the conclusions of the last Annual General Meeting. The result of that audit is that a general meeting does not have the authority to do so. The last Annual General Meeting instructed the Board to examine the preconditions for agreements on workshops and make a final decision in this matter, something that the Board has already considered. The Board therefore has the full authority of the Annual Meeting for the measures that have already been announced (on several occasions since 2017).

So on item 2: the Annual General Meeting has already approved the actions of the Board.
A general meeting does not have the authority to revoke the approval of the Annual General Meeting.

For item 1: the same applies. The conclusion of the Annual General Meeting determines this.

The artists in question have signed a contract for temporary rent with the provision that the rent will not be renewed for more than 9 years in total. They have all signed such an agreement without notice and are therefore bound by this agreement. If SÍM’s Annual General Meeting decides to change the terms later, this does not apply to the agreements that are already in force.

Anna Eyjolfs

Chairman of BoardWP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com