IMG 8278

SÍM: Afskiptum yfirvalda mótmælt

Samband íslenskra myndlistarmanna – SÍM lýsir yfir áhyggjum af því að opinberir embættismenn grípi fram fyrir hendur forstöðumanna listastofnana og láti taka niður listaverk af myndlistarsýningum, eins og átti sér stað á sýningu Ólafs Ólafssonar og Libiu Castro í Hafnarborg – menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar.

Listaverkið var fjarlægt af vegg menningarmiðstöðvarinnar eldsnemma morguns sunnudaginn 2. maí, daginn eftir að það hafði verið sett upp. Þetta var gert án vitundar eða nokkurs samráðs við listamennina.
Verknaðurinn verður ekki skilinn öðruvísi en sem ritskoðun. SÍM mótmælir allri ritskoðun og óeðlilegum afskiptum af tjáningarfrelsi listamanna.

Þess skal getið að á fundi stjórnar Hafnarborgar 12.maí lagði forstöðumaður Hafnarborgar til að verkinu, sem er hluti af sýningunni Töfrafundur og tekið var niður af forráðamönnum bæjarins, yrði komið aftur á sinn stað á gafli Hafnarborgar hið fyrsta í samráði við listamennina Libiu Castro og Ólaf Ólafsson. Listamennirnir settu svo verkið upp með athöfn sunnudaginn 16. maí síðastliðinn.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com