Image

Sigurður Örlygsson sýnir í Listhúsi Ófeigs

Myndlistarmaðurinn Sigurður Örlygaaon opnar sýninguna “Málaðar klippimyndir” í Listhúsi Ófeigs Skólavörðustíg 5,
föstudaginn 29. júlí kl. 17:00 – 19:00. Sýningin er í tilefni af sjötugsafmæli Sigurðar. Í veglegri sýningarskrá segir Sigurður
meðal annars “Ég geri mikið af skyssum og er lengi að mála verkin. Undirstöðuþættir málverksins, það er að segja
form, bygging og litur, hefur ávallt höfðað sterkt til mín. Ég legg mikla áherslu á að finna réttan hreinan litatón í þau form
sem rata inn á myndflötinn. Hvort sem um er að ræða abstrakt eða fígúratíft málverk hefur geómetrían ávallt verið til staðar
hjá mér. Þegar þú opnar augun sérðu bara liti og form. Síðan kemur hreyfing og sagan og lesturinn með augunum,
tíminn er afstæður á tvívíðum fleti, en áhorfandinn velur sér leið til að lesa flötinn. Málverkin mín hafa ekki pólitískan eða
heimspekilegan boðskap, heldur leitast ég eftir því að höfða til augans, líkt og tónlist höfðar til eyrans.
Sýning Sigurðar í Listhúsi Ófeigs Skólavörðustíg 5 stendur frá 29. júlí til 24. ágúst og er opin á verslunartíma.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com