Sigurður Árni Sigurðsson Júlí 2018

SIGURÐUR ÁRNI SIGURÐSSON | HREYFÐIR FLETIR | LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI

(ENGLISH BELOW)

SIGURÐUR ÁRNI SIGURÐSSON | HREYFÐIR FLETIR | DRIFTING SURFACES | LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI | AKUREYRI ART MUSEUM | 25.08.18 – 21.10.18

SIGURÐUR ÁRNI SIGURÐSSON
Hreyfðir fletir
Salir 1-3
25. ágúst – 21. október 2018

Sigurður Árni Sigurðsson er fæddur á Akureyri 1963. Hann hefur unnið að myndlist í Frakklandi og á Íslandi síðan hann lauk námi frá Institut des Hautes Études en Art Plastiques í París 1991. Sigurður Árni hefur haldið tugi einkasýninga og má finna verk eftir hann í öllum helstu listasöfnum á Íslandi auk listasafna í Evrópu. Nokkur verka hans eru staðsett í opinberum rýmum s.s. Sólalda við Sultartangavirkjun, glerverkið Ljós í skugga á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri og útilistaverkið L’Eloge de la Nature í Loupian, Pyrénées-Méditerranée í Frakklandi.

Myndlist Sigurðar Árna dregur athygli áhorfandans að tengslum milli veruleika og hugmynda og sambandi hluta og ásýndar. Verkin eru leikur með rými, bilið á milli hins tvívíða og þrívíða, forgrunns og bakgrunns, ljóss og skugga.

Sýningarstjóri: Hlynur Hallsson.

//

SIGURÐUR ÁRNI SIGURÐSSON
Drifting Surfaces
August 25ᵗʰ – October 21ˢᵗ 2018

Sigurður Árni Sigurðsson was born in Akureyri 1963. He has been working in visual arts both in France and Iceland since his graduation from Institut des Hautes Études en Art Plastiques, Paris 1991. He has held dozens of solo exhibitions and his work is owned by all the major museums in Iceland as well as several ones in Europe. Artworks by Sigurður can be found in several public spaces: Sólalda at Sultartangavirkjun, the glass piece Ljós í skugga at Hlíð, the seniors home in Akureyri, and the outdoor piece L’Eloge de la Nature in Loupian, Pyrénées-Méditerranée, France.

Sigurður Árni’s art draws the viewers attention towards the connection between reality and ideas and the relationship between objects and appearance. His artworks are a dialogue of spaces: the space between the two-dimensional and the three-dimensional, background and foreground, light and shadow.

Curator: Hlynur Hallsson.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com