Sigurborg Stefans Bodskort

Sigurborg Stefánsdóttir – Borgir

Verið velkomin á sýningu Sigurborgar Stefánsdóttir í Artóteki. Staðsett í Borgarbókarsafni í Grófinni, Tryggvagötu 15. 101 Reykjavík.

Sýningin opnar þriðjudaginn 8. nóvember kl. 17 og stendur til 3. desember.

Myndirnar eru allar unnar með blandaðri tækni og áhrifin koma frá hinum ýmsu borgum.

,,Mér finnst borgarskipulag áhugavert. Þar eru allskonar kerfi sem skarast á ýmsan hátt.

Bæði ljót og falleg, lífræn og ólífræn, oft umlukin mengun en samt græn og hrein líka.

Og fyrir óratvísa og áttavillta manneskju eins og mig, hefur það oft verið mér innblástur að

villast um í erlendum borgum.

Öryggisnet í formi korta eru þó ávallt með í för, svo þá eru allir vegir færir inn í innsta kjarna borganna.”

Sigurborg Stefánsdóttir myndlistarkona vinnur jöfnum höndum með myndlist og hönnun. Aðspurð segist hún fá innblástur úr hinu smáa sem stóra úr lífinu. Hennar uppáhaldsverkfæri er blýantur sem hún hefur jafnan við höndina til að hripa niður skissur og glefsur þegar hún fær áhugaverðar hugmyndir eða þegar eitthvað vekur með henni innblástur.

Sigurborg hefur haldið 14 einkasýningar hér á landi auk þess að hafa tekið þátt í fjölmörgum samsýningum, m.a. í Danmörku og á Ítalíu. Hún er einn af stofnendum bókverkahópsins ARKA sem sýnir reglulega bókverk og í augnablikinu er hún að undirbúa stóra einkasýningu sem haldin verður í Danmörku í apríl 2017.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com