43788669 889041388151584 7186048630640345088 N

Sigtryggur Berg & Valgarður Bragason í Gallerí Port

Að sakna einhvers

Í sjónarspili haustsins verður haldin sýning í Gallery Port á Laugavegi 23b. Sigtryggur Berg sýnir málverk og Valgarður Bragason sýnir málverk og teikningar.

Sigtryggur málaði verkin undanfarin misseri, búsettur í Þýskalandi. Litrík og flæðandi verk sem eru opin og háskaleg.

Valgarður hefur ekki sýnt myndlist sína um alllangt skeið. Hann sýnir málverk sem eru máluð á þessu og síðasta ári og svo teikningar sem spanna um sex ára tímabil á sköpunarferlinu. Verk Valgarðs eru ruglkennd, að eigin sögn, og þykja stundum erfið og krefjandi fyrir áhorfandann.

Opnun sýningarinnar verður laugardaginn 20. október klukkan 5 og stendur hún til 1. nóvember. Opið er í Gallery Porti miðvikudaga til sunnudaga frá kl: 13 til 18.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com