IMG 1433

Sigríður Rut Hreinsdóttir hefur opnað málverkasýninguna „Smámyndir“ í Grafíksalnum við Tryggvagötu 17.

Sigríður Rut Hreinsdóttir, opnaði málverkasýninguna „Smámyndir“ í Grafíksalnum við Tryggvagötu 17, bryggjumegin, laugardaginn 9. september.

Þetta er sjötta einkasýning Sigríðar Rutar sem einnig hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum.
Myndirnar sem eru lítil olíumálverk 20 x 20 cm. voru unnar á árunum 2011 til 2017, og hafa ekki verið sýndar áður.
Flest mótífin eru náttúrutengd, hamingjusamir fíflar og lauf og smáblóm úr flóru Íslands.

Sigríður Rut Hreinsdóttir (f. 1957) býr og starfar að list sinni í Reykjavík. Hún lauk námi við málaradeild Myndlistar- og handíðaskóla Íslands árið 1990 og sótti kvöld og dagskóla í hlutateikningu, módelteikningu, vatnslit og fleiri fögum samhliða í Myndlistarskóla Reykjavíkur frá 1985 – 1990. Áður hafði hún tekið myndlistarbraut í Linderud Videregående skole í Oslo, Noregi, 1983.

Sýningin stendur yfir frá 9. – 24. september 2017, og er opið frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 14:00 – 18:00.

 

Verið velkomin.

 

English
Sigríður Rut Hreinsdóttir has opened the art exhibition “Small paintings” at the Grafíksalur Art Studio, on Tryggvagata 17 (harbour side), September 9th 2017.
This will be her 6th private exhibition. She has also taken part in various joint presentations. The paintings are miniatures, 20×20 cm, worked in oils between the years 2011 and 2017, and have not been exhibited before. Most of the motifs are taken from nature – from happy dandelions and leaves, to the small flowers of the Icelandic flora.
Sigríður Rut Hreinsdóttir (b. 1957) lives and works in Reykjavik. She graduated from the art section of the Iceland School of Arts and Crafts in 1990, and also took classes in object drawing, model drawing, water painting and other courses at the Reykjavik Art School from 1985-1990. Before that she studied art at the Linderud Vederegående School in Oslo, Norway, in 1983.
The exhibition is open from the 9th to the 24th of September 2017, Thursdays to Sundays between 2 and 6pm.
You are most welcome!
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com