Minningarposter

Sigríður Huld Ingvarsdóttir opnar sýninguna Minningar á Brúnum í Eyjafjarðarsveit 8.ágúst

Sigríður Huld Ingvarsdóttir, fædd og uppalin í Bárðardal, Suður-Þingeyjarsýslu, sækir innblástur til fortíðarinnar úr sveitinni í sinni myndlist. Gæruskinn, hestar, kindur, fuglar og náttúran spila stórt hlutverk í verkum hennar sem öll eru unnin með klassískum miðlum, olía á striga og vatnslitum og kolateikningar.

Hún útskrifaðist af fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri 2011 og árið eftir flutti hún til Svíþjóðar til að stunda nám við SARA, The Swedish Academy of Art, sem þá var staðsett í Stokkhómi. Hún útskrifaðist þaðan vorið 2015 og hefur síðan búið og starfað í Uppsölum í Svíþjóð.
Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þá í fjölda samsýninga, bæði á Íslandi og í Svíþjóð.

Við sem rekum listaskálann á Brúnum/Brunirhorse hlökkum mikið til að fá Sigríði með sínar myndir hingað til okkar og bjóðum hana velkomna í annari viku ágústmánaðar og auglýsum það nánar þegar nær dregur.

ATH: Breytilegir opnunartímar eftir opnunarhelgi!
Sjá inn á brunirhorse.is

Facebook viðburður

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com