Sigga Hanna

Sigga Hanna í Listhúsi Ófeigs

Laugardaginn 16. desember, kl. 15-17, verður opnuð sýning á verkum unnum úr textil og pappír eftir Siggu Hönnu í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5 . Sigga Hanna hefur sinnt listinni ásamt öðrum störfum um langt árabil. Hún er fædd árið 1943. Hún stundaði nám í Handíða- og myndlistaskólanum og hefur sótt ýmis námskeið síðar. Aðalviðfangsefni hennar nú eru klippimyndir (collage) sem hafa tekið við af textilmyndum að hluta. Hvað verður næst er aldrei að vita, segir hún.

Sýningin verður opnuð laugardaginn 16.des og stendur til 10.jan 2018, og er opin á verslunartíma, allir velkomnir.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com