SiggaBjörg3

Sigga Björg opnar myndlistarsýningu laugardaginn 29. júní kl. 14 á Höfn í Hornfirði, hjá OTTÓ – Matur & Drykkur – list

Sigga Björg hefur þróað eigin myndheim sem í fyrstu virðist einkennast af furðuverum, barnslegum fantasíum og svörtum húmor en við nánari athugun er hið raunverulega viðfangsefni verkanna allur skali mannlegra tilfinninga og hegðunnar. Sigga Björg ritskoðar sig ekki heldur teiknar alla daga og í vægðarlausu vinnuferlinum koma fram karakterar sem sýna oft mannlega hegðun og tilfinningar í sínu frumstæðasta og villtasta formi. Á þennan hátt kannar hún þá þunnu línu og oft óljósu mörk sem liggja milli mannlegs og dýrslegs eðlis.

Sigga Björg Sigurðardóttir (1977) útskrifaðist úr Myndlistadeild LHÍ árið 2001 og hlaut meistaragráðu í myndlist frá The Glasgow School of Art árið 2004. Hún hefur sýnt víða í söfnum og galleríum. Meðal einkasýninga má nefna Kling og Bang (Reykjavík), Teckningsmuseet (Svíþjóð), Hafnarborg (Hafnarfjörður), Yancey Richardsson (New York), Galerie Adler (Frankfurt) ofl. Af samsýningum má nefna Nordiska Akvarellmuseet (Svíþjóð), CCA (Center for Contemporary Art, Glasgow), Göteborgs Konsthall (Svíþjóð) ofl.  Verk Siggu Bjargar er að finna á opinberum söfnum t.d. í Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands, Hafnarborg, Nordiska Akvarellmuseet (Svíþjóð), Zabludowicz Art Trust (London) ofl.

Fyrir frekari upplýsingar endilega heimsækið heimasíðu Siggu Bjargar: www.siggabjorg.net

Sýning Siggu Bjargar er hluti af sýningaröðinni Argintætur í Myndlist. Titill rarðarinnar ARGINTÆTUR er sóttur í alþýðusögu. Þar segir að kerling kölluð Argintæta, orðhákur og sögusmetta, hafi með því að bera út sögur uppdiktaðar og sannar komið sér út úr húsi. Aðeins umkomulaus stúlka lét kerksni kellu ekki á sig fá – kom til Argintætu sem sagði henni sögur. Hún arfleiddi stúlkuna að öllu sínu og nægði arfurinn til að stúlkan komast til mennta. Naut hún síðar hylli fólks.

Sigga Björg er sjöundi myndhöfundurinn sem tekur þátt í sýningarröðinni. Áður hafa sýnt Ásta Ólafsdóttir, Guðrún Sigríður Haraldsdóttir, Harpa Björnsdóttir, Margét Jónsdóttir, Rúna Þorkelsdóttir og Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. Með sýningum hjá OTTÓ er tekinn upp þráður frá árinu 2015 en þá voru sýningarnar í Menningarhúsinu Iðnó. Þar störfuðu Auður Mikaelsdóttir listfræðingur og framreiðslumeistari og Andrés Bragason matreiðslumeistari sem nú starfrækja OTTÓ.

Tilefni sýninganna 2015 var að liðin var öld frá því íslenskar konur öðluðust kosningarétt. Á þessum 100 árum hafa konur orðið æ sýnilegri í samfélaginu m.a. í myndlistinni. ARGINTÆTUR gefur áhorfendum tækifæri að njóta listar nokkurra þeirra. Skipulagningu sýninganna annast G.ERLA – Guðrún Erla Geirsdóttir listfræðingur og menningarmiðlari 

The exhibition management of THE ART OF ARGENTÆTUR is in the hands of G.ERLA – Guðrún Erla Geirsdóttir, art historian, curator and designer of cultural events. Contact: gudrunerlageirsdottir@gmail.com

—————————————————————-

Sigga Björg Sigurðardóttir visual language is full of surreal or dark humor, fantasy and nostalgia. Looking beyond such apparent qualities, it is interesting to consider the work on a more realistic level, as it reveals a penetrating analysis of being human. Her method of relentless drawing often reveals human behaviour and emotion in their most primitive and wild form, and explores the sometimes quite vague boundaries between human and beast.

Sigga Björg (1977) has a MFA from the Glasgow School of Art. Solo exhibitions include; Kling and Bang (Reykjavík), The Drawing Museum (Sweden), Yancey Richardson (New York) Clark Galerie (Montréal) and Galerie Adler (Frankfurt). Selected group exhibit.; Nordiska Akvarellmuseet (Sweden), Gothenburg Art Museum (Sweden), The Centre For Contemporary Art (Glasgow) National Galleries of Scotland (Edinburgh) and Reykjavík Art Museum. Works in collections including; Nordiska Akvarellmuseet (Sweden), the Zabludowicz Art Trust (London), National Galleries of Iceland and Reykjavík Art Museum.

For more information about the artist please visit: www.siggabjorg.net

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com