Síðustu sýningardagar á sýningu Soffíu Sæmundsdóttur í SÍM salnum

Soffía Sæmundsdóttir 2       Ferðalangur2013 - Soffía Sæmundsdóttir

 

Þriðjudaginn 6. janúar opnaði Soffía Sæmundsdóttir sýninguna Exitus/Brottför í sal SÍM hússins Hafnarstræti 16. Þetta er þriðji hluti sýningarraðarinnar Kleine Welt eða “Smáheimur” sem varð til á ákveðnum stað í afmarkaðan tíma, í vinnustofudvöl í Lukas Künstlerhaus í Ahrenshoop í Þýskalandi 2012. Þróun hugmynda verður oft á löngum tíma en það er áhugavert hvað gerist þegar áhrif umhverfis/staða blandast saman við það sem lagt er upp með og það sem bætist svo við þegar heim er komið og haldið er áfram.

Á sýningunni eru málverk, smáhlutir og teikningar.

Soffía hefur verið virk á myndlistarvettvangi frá útskrift úr grafíkdeild MHÍ 1991. Hún hefur staðið fyrir ótal sýningum, tekið þátt í samsýningum, rekið vinnustofu og kennt myndlist um árabil. Hún hefur auk þess tekið þátt í félagsstörfum myndlistarmanna og bætt við sig meistaragráðu í málun í Kaliforníu 2001-3 og kennsluréttindum í LHÍ 2010. Verk hennar bera sterk höfundareinkenni, vísa í óræða sögu með ákveðnum sögupersónum þar sem eru oftar en ekki unnin á tréplötur sem þrykkt er af eða málað beint á en í teikningum sínum dregur hún upp landslag og vill með því kanna óþekkta staði.

 

Sýningin stendur til 27.janúar.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com