MargrétJóns 1

Síðustu sýningardagar á MYNDBIRTING ÞJÁNINGARINNAR í SÍM salnum

Sýningunni lýkur mánudaginn 27. maí kl.16:00 og verður þá tekin niður.

Á sýningunni eru málverk á pappír, unnin út frá upplifun við að eldast og slitna sem kona í íslensku menningarumhverfi. Í sýningarskrá segir Margrét m.a. „Myndbirting þjáningarinnar sprettur upp úr upplifun minni við að eldast og slitna sem starfandi myndlistarmaður á Íslandi en flest okkar öflum tekna til lífsviðurværis í öðrum störfum. Álagið getur verið mikið allan starfsferilinn því laun kvennastéttanna eru oftast það lág að dagvinna dugar ekki til. Það er ástríðan sem heldur mér gangandi en ég hef unnið óslitið að listsköpun allan minn feril.“

Margrét er fædd í Reykjavík 1953 og hefur starfað sem myndlistarmaður í tæp 50 ár og stundað kennslu í 27 ár bæði við  framhaldsskóla, grunnskóla og Myndlistarskóla Kópavogs, unnið við grafíska hönnun og rekið auglýsingastofu. Menntuð við Myndlista- og Handíðaskóla Íslands, diploma í frjálsri myndlist og síðar diploma í grafískri hönnun, mastersnám við Central Saint Martins Collage of Art í London og diploma  frá Kennaraháskólanum.

Margrét hefur haldið á fimmta tug einkasýninga  og  tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Einn af stofnendum Gallery Suðurgötu 7 sem var mikilvæg miðstöð í þróun framlínumyndlistar á Íslandi. Einn af stofnendum Hagsmunafélags myndlistarmanna sem var undanfari Sambands íslenskra myndlistarmanna ásamt stofnun SÍM. Verk eftir Margréti eru í eign helstu listasafna landsins og hefur hún hlotið ferðastyrki og starfslaun listamanna og er  hennar getið í ritinu Íslensk listasaga sem er fimm binda verk og  spannar tímabilið frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. 

Allar nánari upplýsingar um sýninguna veitir Margrét s: 847 8634

netpóstur:  margret_jons@hotmail.com

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com