Untitled 5 1 980×350

Síðustu forvöð að sækja um sýningarsal SÍM 2017 – frestur til 10. sept

SÍM auglýsir eftir umsóknum frá félagsmönnum um að halda sýningu, kynningu á verkefni í SÍM-salnum, Hafnarstræti 16. Tímabilið sem um ræðir er janúar til nóvember 2017.

Í SÍM eru yfir 700 meðlimir og gaman væri að sjá í salnum þverskurð af þeim fjölbreytta hópi sem félagsið samanstendur af. Því viljum við hvetja unga sem aldna til að sækja um og með sem fjölbreyttustum verkefnum, t.d. sem stendur ekkert í vegi fyrir því að listamenn taki sig saman og skipuleggji samsýningu.

Áhugasamir eru hvattir til þess að senda inn tillögur að hámarki 1 bls., 3-5 myndir af verkum og ósk um sýningartíma. Umsóknir berist í tölvupósti til sim@sim.is og frestur er til 10. september 2016.

Líkt og í fyrr verður prentað út eitt boðskort með öllum sýningunum sem ákveðnar verða allt árið 2017.

Sýningarnefnd mun fara yfir umsóknir og munu svör berast 15. september vegna umsóknarfrests listamannalauna sem er 30. september 2016.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com