Cycle – Fullveldi | Nýlenda
Listahátíðin Cycle hefur staðið yfir í september með smiðjum, vinnustofum, fyrirlestrum, kvikmyndasýningum, opnum kvöldverðum, tónleikum, kvikspuna, gjörningum og myndlistarsýningu. Hátíðinni lauk á sunnudaginn 24. september og stendur sýningin Fullveldi | Nýlenda til sunnudagsins 1. október.
Á sýningunni má sjá verk Darra Lorenzen (IS), Ragnars Kjartanssonar, (IS) Ólafs Ólafssonar (IS) og Libiu Castro (ES), Andrew Ranville (US) og Jeannette Ehlers (DK). Á sýningunni – sem og á listahátíðinni allri – er sjónum beint að fullveldi og nýlendum með áherslu á Grænland, Færeyjar og Ísland og samband landanna við Danmörku í nútíð og fortíð.
Sýningin er opin á hefðbundnum opnunartímum safnsins, þriðjudaga til sunnudaga kl. 11-17. |