16352_CBA_ICELAND_48_06-Edit 001

Síðasta sýningarhelgi í Þjóðminjasafninu 26. – 28. maí

Helgin 26. – 28. maí er síðasta sýningarhelgin á tveimur ljósmyndasýningum í Þjóðminjasafni Íslands.

Steinholt – saga af uppruna nafna

Steinholt – saga af uppruna nafna fjallar um minningu staðar. Christopher Taylor dvaldi á Þórshöfn og ferðaðist um svæðið þar í kring til að gera umhverfinu skil og greina frá minningum sem tengjast Steinholti.

Grímsey – Cole Barash

Frá sinni fyrstu heimsókn í Grímsey hefur bandaríski ljósmyndarinn Cole Barash verið heillaður af samfélaginu þar. Með ljósmyndum sínum fangar Cole persónuleg augnablik í lífi íbúanna og skrásetur viðbrögð við birtu og landslagi.

Laugardaginn 3. júní verða opnaðar tvær nýjar ljósmyndasýningar í Þjóðminjasafni Íslands: Fuglarnir, fjörðurinn og landið – Ljósmyndir Björns Björnssonar og Hugsað heim – Inga Lísa Middleton. Sýningarnar standa yfir til 17. september 2017.
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com