Aeb75b86 3097 42ed 9c5c 04bbfdf0a98d

SÍðasta sýningarhelgi í Skaftfelli- Mynd af þér / An Image of You – Last exhibition weekend

(English below)

Einkasýningu Sigurður Atla Sigurðssonar, Mynd af þér, í sýningarsal Skaftfells lýkur sunnudaginn 8. janúar. Sýningarstjóri er skoski rithöfundurinn og útgefandinn Gavin Morrison. Mynd af þér er opin um helgina frá kl. 14:00-21:00.

Sigurður Atli (f. 1988) er óvanalega athugull á tilviljanakennd augnablik og umgjörð nútímalífs sem skilja eftir sig ummerki um tilvist okkar.

Suðurveggur Skaftfells er þakinn sjötíu og fimm innrömmuðum teikningum. Grunnlitir þeirra og geometrísk framsetning gætu vísað í strangflatarlist eða naumhyggjulist – list sem varpar rýrð á handverk og handbragð. En innan hvers ramma má sjá krot. Hér er um að ræða virkilega einfalda athöfn sem er framkvæmd á meðan maður er upptekinn við eitthvað annað eða í hagnýtum tilgangi til að fá penna til að virka. Þessar athafnir jaðra við að verða að teikningu, áður en ásetningur verður til.

Annars staðar í sýningarsalnum eru ljósmyndir sem mynda seríu. Þær hafa formlega myndbyggingu og eru teknar af fagljósmyndara en sjónarhornið er óvenjulegt þar sem viðfangsefnin snúa baki í myndavélina. Aðeins bakhluti höfuðsins er sýnilegur og glittir í vangasvipinn. Sigurður hefur nýtt sér hefðir innan hárgreiðsluiðnaðarins, myndir sem má finna á veggspjöldum hárgreiðslustofa og sýna mismunandi stílbrigði hárgreiðslu. Sem slíkur er einstaklingurinn á ljósmyndinni ekki beint viðfangsefni ljósmyndarans.


Lokahnykkur sýningarinnar – nokkurs konar greinarmerki – er prent af skuggamynd fjalls með orðinu „ok” fyrir neðan. Það gæti skilist sem leiðandi spurning, fyrirspurn um velferð okkar eða ávarp okkur til hughreystingar. En orðið er einnig nafn á íslenskum jökli sem er nánast horfinn. Ok er ekki ok. Með því að gefa hlutum nafn, einum af grundvallarþáttum mannlegrar hegðunar sem hjálpa okkur að skilja heiminn, opnum við óvænt fyrir nýja merkingu.
An Image of You, a solo exhibition by Sigurður Atli Sigurðsson, in the Skaftfell gallery concludes Sunday January 8. Curator is writer and publisher Gavin Morrison. An image of You is open this weekend from 14.00-21.00.

Sigurður Atli Sigurðsson (b. 1988) is unusually attentive to those incidental moments and structures of modern life within which we leave an oblique trace of our presence.

The back wall of the gallery at Skaftfell is filled with seventy-five framed drawings. Their primary colours and geometric appearance may suggest the austere forms of minimalism—art that decries the presence of gesture and the human touch. But within each of the apertures is a scribble. The simplest gesture made absentmindedly while engaged in another task or pragmatically in trying to make the ink flow in a pen. They are actions which are on the edge of becoming a drawing, where intention has not yet surfaced.

Elsewhere in the gallery is a series of photographs, formally composed and professionally shot but the subjects are unusually turned from the camera. Only the back of the head and the most glancing presence of a profile is visible. Sigurðsson has taken the convention of the hair salon photograph, those images found on posters in hairdressers that show the styles available. As such the individual in the photograph is not quite the subject of the photograph.

And as a final gesture—a type of punctuation mark—is a print of a mountain shape with the word “ok” below. It could be a declarative question, an inquiry to our well-being or a statement of reassurance. But it is also the name of a disappearing glacier in Iceland. Ok is not ok. Giving things names, that most fundamentally of human gesture in which we make sense of the world, sometimes allows unintentional meanings to form too.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com