Unnamed

Síðasta sýningarhelgi OKTOBERFEST. Ekki missa af þýsku listakonunum

Kæru vinir og velunnarar!

Sýningin OKTOBERFEST sem opnaði síðustu helgi er óvenju stutt. Henni lýkur á sunnudag 29. október, en það er opið alla daga frá klukkan 15-18.  Listakonurnar Andrea Bock, Heimgard Quinat og Viola Taxis koma allar frá Suður Þýskalandi og eiga að baki fjölmargar samsýningar og einkasýningar. Þær eru allar fyrrum nemendur Markúsar Lüpertz sem er einn af frægustu expressionistum Þýskalands. Listakonurnar þrjár koma með andblæ frá Bayern, verkin þeirra eru sprottin úr þýskum veruleika nútímans.
 
Missið ekki af þessari sérstöku sýningu
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com