Shakti í Mjólkurbúðinni

bláa   untitled
Helga Sigríður Valdimarsdóttir opnar einkasýninguna Shakti í Mjólkurbúðinni Listagili á laugardaginn 21.febrúar kl. 14.
Helga Sigríður um sýninguna:
Orðið shakti vísar til frumsköpunarorku alheimsins. Orðið kemur úr
Sanskrít og er dregið af orðinu shak sem þýðir ” að geta”. Sanskrít er
ævaforn helg indversk mállýska. Shakti er lýst sem guðlegum
sköpunarkrafti. Þegar shakti persónugerist birtist orkan sem hin guðlega
móðir sem hefur mátt til að koma jafnvægi á allt sem er. Shakti er að
baki allri hreyfingu og umbreytingu í alheiminum. Án shakti væri allt
stopp. Shakti gerir lífi fært að koma inn í þennan heim og er að baki
öllu sem blómstrar á jörðu.
Myndlistasýningin Shakti stendur til 1.mars og er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17.
Allir velkomnir
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com