Myndlistsjóður Logo

Sérstök úthlutun Myndlistarsjóðs vegna Covid19

Samkvæmt þingsályktun um sérstakt tímabundið fjárfestingaátak til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru hefur Myndlistarsjóði verið falið að úthluta fé til átaksverkefna á sviði myndlistar.

Auglýst er eftir styrkjum til verkefna á sviði myndlistar. Veittir verða verkefna og launastyrkir til einstaklinga, sem ætlaðir eru til að auðvelda framkvæmd verkefna á sviði listsköpunar og listrannsókna.

Athugið að ekki gilda sértækar reglur um úthlutun úr Myndlistarsjóði að þessu sinni. 

Einungis verða veittir styrkir til sjálfstætt starfandi listamanna og því geta stofnanir, gallerí og félög ekki sótt um styrk.

Veittir verða 500.000 kr. styrkir.

Skilyrði fyrir styrkveitingu samkvæmt þingsályktun:

–  Verkefnið hefjist eigi síðar en 1. september 2020 og verði lokið fyrir 1. apríl 2021.

–  Um sé að ræða átaksverkefni sem styðji við fjölbreytta starfsemi á sviði lista og menningar með áherslu á sköpun og virka þátttöku listamanna í  menningarlífi landsmanna.

–  Verkefnið uppfylli grunnmarkmið fjárfestingarátaksins um að styðja við eftirspurn og atvinnu til skamms tíma með arðbærum verkefnum.

–  Sýnt sé fram á gildi verkefnis og mikilvægi þess fyrir landsmenn.

–  Styrkveiting sé til undirbúnings, þróunar og framkvæmd verkefnis.

–  Ítarlegar upplýsingar um verkefnið auk tímaáætlunar.

Árangur

Til að geta skilað skýrslu í lok verkefnisins verður eftirfarandi klausa sett í svari okkar til þeirra sem hljóta styrk:

Að kröfu Menningar- og menntamálaráðuneytisins verða styrkþegar að svara könnun sem send verður á viðkomandi við lok átaksins. Ef styrkþegi svarar ekki könnuninni verður gerð krafa um endurgreiðslu á styrknum:

– Hversu mörg störf voru sköpuð

– Hvernig var dreifing á störfum um landið

– Hvernig skiptust störf milli kynja

– Að hve miklu leyti munu fjárveitingar vegna átaksins skapa svigrúm fyrir önnur verkefni á gildistíma fjármálaáætlunar. Hver voru margfeldisáhrif verkefnisins og mun verkefnið halda áfram eftir að átakinu lýkur.

Úthlutunin nú mun ekki hafa áhrif á haustúthlutun úr Myndlistarsjóði 2020.

Opnað verður fyrir umsóknir á vef Myndlistarsjóðs laugardaginn 25. apríl 2020

Umsóknarfrestur rennur út 11. maí 2020

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com