Framhlid2009 Minni

Sérfræðileiðsögn um sýninguna Sjónarhorn

Leiðsögn með sérfræðingi Þjóðskjalasafns Íslands

Sunnudaginn 22. október kl. 14 er Hrefna Róbertsdóttir, sviðsstjóri varðveislu- og miðlunarsviðs Þjóðskjalasafns Íslands, með leiðsögn um sérsýninguna Spegill samfélagsins 1770. Almúgi og embættismenn skrifa Danakonungi. Sýningin er sett upp í tilefni af 135 ára afmæli Þjóðskjalasafnsins og á henni er sýnt úrval skjala Landsnefndarinnar fyrri 1770.

Landsnefndin fyrri var nefnd þriggja manna send til Íslands á vegum Danakonungs árið 1770 til að kanna samfélagið og auðlindir þess og fá fram viðreisnartillögur. Nefndin reyndi að kynna sér allar aðstæður af eign raun auk þess sem henni barst fjöldinn allur af bréfum og greinargerðum frá fólkinu í landinu. Til eru bréf sem greina frá aðbúnaði vinnufólks, hjáleigumanna, bænda, hreppstjóra, sýslumanna, presta og biskupa, auk háembættismanna landsins.

Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.

Leiðsögn sunnudaginn 22.október kl. 14 í Safnahúsinu við Hverfisgötu

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com