60cf8071 75d0 4936 8883 01de08838af1

Sequences myndlistarhátíð fagnar 10 ára afmæli sínu 

Af því tilefni eru allir boðnir velkomnir til hátíðarhalda á morgun, laugardaginn 19. nóvember

*ENGLISH BELOW*

Hátíðarhöld hefjast kl. 12:45 í Listasafni Íslands þar sem Margot Norton sem nýlega var útnefnd sýningarstjóri næstu hátíðar kynnir áherslur næstu hátíðar og tilkynnir um heiðurslistamann, en hefð er fyrir því að tilnefndur sé heiðurslistamaður Sequences fyrir hverja hátíð. Þá mun hún einnig segja frá verki David Horvitz Let Us Keep Our Own Noon sem verður til sýnis í Listasafni Íslands fram að vetrarsólstöðum 21. desember. Verkið samanstendur af 47 bjöllum sem steyptar voru upp úr franskri bronskirkjuklukku frá 1742. Þegar sólin er hæst á lofti, sem verður kl. 13:13 þennan dag, býðst áhorfendum að taka sér bjöllu, hringja henni og taka hana með sér á göngu út úr safninu og hringja inn sitt eigið hádegi áður en þeir skila bjöllunum aftur á sinn stað.

Þaðan verður haldið í Mengi þar sem boðið verður upp á glæsilega afmælistertu í safninu sem stjórnarmenn hátíðarinnar eiga veg og vanda að, fram fer opin skúlptúrkeppni, Rebecca Moran sýnir nýlegt verk og DJ Tilfinninganæmur (Ragnar Kjartansson) leikur létta stemmningsmúsík. .gif hreyfimyndir eftir hóp listamanna sem Hildigunnur Birgisdóttir hefur tekið saman koma við sögu og dagskránni lýkur með opnun hljóðinnsetningarinnar “Dagrenning að eilífu” eftir Ragnar Helga Ólafsson, sem standa mun fram að næstu Sequences hátíð, haustið 2017. Upplýst verður um staðsetninguna á afmælisdaginn.

Um leið og þessi dagskrá fagnar afmæli Sequences er hún nokkurs konar brú yfir í næstu hátíð. Listamennirnir sem sýna verk sín eru t.d. allir sýnendur á næstu hátíð og er þátttaka sýningarstjórans til marks um metnað hennar og áhuga á að mynda sterk tengsl við íslenska listasenu og listamenn og kynna sér menningarlíf borgarinnar vel fyrir framkvæmd hátíðarinnar 2017. Því má segja að þessi dagskrá sé nokkurs konar forspil að stóru hátíðinni.

Listasafn Íslands er á Fríkirkjuvegi 7 og Mengi er á Óðinsgötu 2.

(Mynd efst í pósti: David Horvitz, Let Us Keep Our Own Noon, frá innsetningu verksins á sýningunni ”Good luck with your natural, combined, attractive and truthful attempts in two exhibitions” í Crac Alsace, í sýningarstjórn Filipa Oliveira og Elfi Turpin, 18.06 – 20.09.2015. Með góðfúslegu leyfi listamannsins og ChertLüdde, Berlín.)

****ENGLISH****

Sequences – real time art festival celebrates its 10 year Anniversary Saturday November 19th in Reykjavík and welcomes everyone to the celebration.

The festivities begin at 12:45 in The National Gallery where Margot Norton, the newly appointed curator of the next festival, taking place in fall 2017, introduces the theme of the next festival and announces the Honorary Artist. She will also introduce David Horvitz’s piece “Let Us Keep Our Own Noon” that will be on view in The National Gallery until winter solstice on December 21st. The work consists of forty-seven handbells created through the remelting of a French church bell dating back to 1742. The work is activated by forty-seven performers who, at local noon, taking place at 13:13 on this day, collectively ring the bells and then disperse throughout the building and out onto the surrounding streets of the National Gallery.

From there we move on to Mengi, performance venue on Óðinsgata 2 where the board of Sequences invites all guests to enjoy a homemade birthday cake after the performance, Rebecca Moran shows a recent piece, an open sculpture tournament takes place and DJ Emotional (Ragnar Kjartansson) plays moods for listening and relaxation. Hildigunnur Birgisdóttir will host a show of .gif animations by various artists. The program finishes with the unveiling of “DayBreak, Forever” a sound installation by Ragnar Helgi Ólafsson, that will be on view until next Sequences festival, fall 2017.

While this day’s program celebrates the 10 year anniversary of Sequences, it also serves as a bridge to the next festival that will be held in October 2017. The artists showing their works are, for instance, all exhibiting in the next Sequences and the curator’s involvement testifies to her commitment and interest in creating strong connections to the Icelandic art scene and artists and in exploring the cultural life of the city before and leading up to Sequences VIII. The anniversary program can thus be said to be a prelude to the ten day festival to come.

The National Gallery is on Fríkirkjuvegur 7 and Mengi is at Óðinsgata 2, Reykjavík.

(Image: David Horvitz, Let Us Keep Our Own Noon. Installation view from the exhibition ”Good luck with your natural, combined, attractive and truthful attempts in two exhibitions” at Crac Alsace, Curated by Filipa Oliveira and Elfi Turpin, 18.06 – 20.09.2015. Courtesy the artist and ChertLüdde, Berlin.)

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com