Þeir sem vilja vera með í útgefinni viðburðardagskrá (á prenti) fyrir Menningarnótt 2017, frestur út daginn í dag!

Ef þið viljið vera með í útgefinni viðburðadagskrá (á prenti) Menningarnætur 2017 skal skrá viðburðinn ykkar í viðburðadagatalið í seinasta lagi á þriðjudaginn 8. ágúst. Hér fyrir neðan eru ítarlegar leiðbeiningar hvernig það er gert.

Kynningarefni viðburða
Leiðbeiningar

*Athugið að eingöngu er hægt að nota Google Chrome vafra fyrir skráninguna. Nauðsynlegt er að fylla út alla stjörnumerkta reiti. Nánari upplýsingar eru aftan við hvern lið við spurningarmerkið.

 Fara inn á http://hvirfill.reykjavik.is/ og skrá notanda inn og búa til nýjan viðburð. Ef nýr notandi veldu „Nýr notandi“ og skráðu upplýsingar. Staðfestingarpóstur verður sendur á netfangið.
 Smelltu á vefslóðina í póstinum og þá ertu innskráð/ur. Veldu stjórnborð til að komast inn í skráningarkerfið.
 Mynd: Veldu mynd í góðri upplausn, þó ekki stærri en 8MB og ekki innihalda vörumerki eða texta. (Vinsamlegast hlaðið einungis niður myndum sem þið hafið leyfi til að birta. Höfuðborgarstofa ber ekki ábyrgð ef myndbirting telst vera ólögleg).
 Upplýsingar: Skrá eftirfarandi;
A. Titill viðburðar: Lýsandi fyrir viðburðinn.
B. Staður: (Staðarheiti viðburðar, t.d. Þjóðleikhúsið, hjá Iðnó, við tjörnina…).
C. Stutt lýsing: Hnitmiðaður og grípandi stuttur texti um viðburðinn. (1-2 setningar)
D. Lýsing: Greinagóð og innihaldsrík lýsing á viðburðinum. (Vinsamlegast vanda málfar og stafsetningu).

 Merki. Mikilvægt. (Annar flipi) Skráning í þremur hlutum. Mikilvægt að rétt sé valið. Hér er skráð viðeigandi hátíðarvefsíða (A), flokkur viðburða (B), ásamt því hverfi sem viðburðurinn fer fram í (C).
A. Hátíðarvefsíða: Smella á „Merki“ – Velja „Vefsíða – Menningarnótt.is“ og smella á „Bæta við“.
B. Flokkur viðburða: Smella á „Merki“ – Velja „Menningarnótt.is-flokkur“ velja þann flokk sem hentar þínum viðburði og smella á „Bæta við“.
C. Hverfi: Smella á „Merki“ – Velja „Menningarnótt.is-hverfi“ velja viðeigandi hverfi og smella á „Bæta við“.

 Enska: Sama ferli og sömu upplýsingar og hér að ofan skráðar inn á ensku. (Vinsamlegast vanda málfar).
 Staðsetning: Hægt er að nota kortið eða skrifa götuheitið þar sem viðburðurinn verður haldinn.
 Dagsetning: Velja 19.8.2017 og tímasetningu viðburðar, smella síðan á „Bæta við“.
 Ath! Ef um endurtekinn viðburð er að ræða, en á mismunandi staðsetningum þá þarf að gera nýjan viðburð.
 Ef sami viðburður er endurtekin á sama stað þarf að bæta við nýjum tíma í sömu skráningu. Dagskráin mun birtist í tímaröð á vefsíðu Menningarnætur, 2 tímar í senn. Einnig er hægt skrifa slíkar upplýsingar í „lýsinguna“. Viljir þú að þín dagskrá birtist á nokkrum „tímarömmum“ þarf að bæta við viðburði.
 Tengiliðaupplýsingar: Flytjandi viðburðarins og/eða ábyrgðaraðili.
 Vefur: Valkvætt. Hægt að setja inn tengil á samfélagsmiðla.
 Veldu „vista“ uppi í vinstra horninu (grænn kassi). Ef einhverju er ábótavant í skráningu þá koma skilaboð og rauður kassi utan um þann lið sem þarf að laga.
Hægt er að gera breytingar á skráningu viðburðar síðar.
Ef frekari aðstoðar við skráningu er þörf, vinsamlegast hafið samband í síma 411-6000 eða senda tölvupóst menningarnott@reykjavik.is

Kveðja,
Verkefnastjórn Menningarnætur 2017

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com