Diff7

Sari Maarit Cedergren tekur þátt í „DIFFRAKTION 7“ í Berlín

Sari Maarit Cedergren tekur þátt í „DIFFRAKTION 7“ sem er árleg sýning nýrra kvikmyndafilmuverka meðlima Labor Berlin. Viðburðurinn byrjar kl. 20:00 laugardaginn 4. febrúar á Silent Green Kulturquartier, Gerichtstrasse 35 í Berlín. Allir velkomnir!

Um Labor Berlin og dagskrá viðburðarins er hægt að finna hér http://www.laborberlin-film.org/diffraktion-7

Undanförnum árum hefur Sari Maarit haldið einkasýningar í Kaapelin Galleria í Helsinki, Norræna Húsinu í Reykjavík, Slunkaríki á Ísafirði, Listasafni ASÍ og í Hafnarborg, menningar og listastofnun Hafnarfjarðar. Einnig hefur hún tekið þátt tekið í ýmsum Videó- og kvikmyndahátíðum á vegum 700IS Hreindýraland í Papay Gyro Nights 2013 HK, Videotage, Hong Kong; Papay Gyro Nights Art Festival 2013, Papa Westray, Orkney, Skotland; 700IS Hreindýraland, Norræna Húsið, Reykjavík og Galerie Suvi Lehtinen, Berlin, Þýskaland.

Fyrir frekari upplýsingar um Sari Maarit er að finna á  http://sari.internet.is/

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com