SaricedergrentimaasaSIM

Síðasti sýningardagur: Sari Maarit Cedegren – TÍMAÁSAR í SÍM salnum

Myndlistarsýning í SÍM salnum, Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík.

Sari Maarit Cedegren opnar einkasýninguna TÍMAÁSAR, föstudaginn 3. febrúar kl. 19 – 23.

Sýningin verður opin til kl 16, 21. febrúar nk.

Listakonan Sari Maarit Cedergren opnar sýninguna TÍMAÁSAR á safnanótt í SÍM salnum, Hafnarstræti.  Sari sækir efnivið fyrir myndbands- og ljósmyndaverk úr umhverfi sínu en viðfangsefnin eru tengd tíma, birtu og veðri.

Verkin eru unnin með tvenns konar tækni;  annars vegar kvikmyndatöku á svarthvíta Super 8 filmu, þar sem Sari framkallar sjálf filmurnar með tilraunakenndum vistvænum aðferðum svo sem með caffenol, edik og þvottasóda. Hins vegar notar hún einskonar camera obscura ljósmyndatækni þ.e. heimatilbúnar kassamyndavélar sem Sari framleiðir úr endurunnu efni, til að taka svarthvítar ljósmyndir.

Áhorfendur fá einstakt tækifæri til að upplifa íslenska samtíma myndlist þar sem hreyfing ljóssins er sett fram í formi ljósmynda og kvikmynda. Þannig vill Sari ná fram nýrri  upplifun á umhverfið með frumstæðri tækni og tólum. Á sýningunni teflir hún einnig fram teikningum með sömu efnistökum.

Á safnanótt verður Sari viðstödd og spilar Super 8 filmurnar á sýningarvél.

Sari hefur á ferli sínum á undanförnum árum haldið einkasýningar í Kaapelin Galleria í Helsinki, Norræna Húsinu í Reykjavík, Slunkaríki á Ísafirði, Listasafni ASÍ og Hafnarborg, menningar og listastofnun Hafnarfjarðar. Sari hefur einnig tekið þátt í ýmsumVideó- og kvikmyndahátíðum á vegum 700IS Hreindýraland í Reykjavík, Hong Kong, Papa Westray, Orkney og Berlin og ýmsum samsýningum hérlendis.

 

https://vimeo.com/saricedergren

http://sari.internet.is/

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com