Sara Oskarsson Studio

Sara Þórðardóttir Oskarsson sýnir í Anarkíu

Sara Þórðardóttir Oskarsson listamaður og varaþingmaður opnar einkasýningu sína,Catalyst: Hvörf í Anarkíu Listasal; Hamraborg 3a Kópavogi laugardaginn 4.febrúar kl 15-18

Í ár fagnar Sara 14 ára myndlistarafmæli sínu. Sýningin verður að hluta til ‘retrospective’ þar sem ferill Söru síðastliðin 14 ár verður skoðaður í samhengi við glæný málverk listamannsins. Skissubækur, ljósmyndabækur sem og vídeóverk sem sýna þróun verkanna og þróun hugmyndavinnu listamannsins síðustu ár verða til sýnis meðfram sýningunni. Sýningin verður jafnframt sölusýning og stendur til 26.febrúar.

Allir velkomnir á opnunina þar sem boðið verður upp á léttvín og sódavatn. Listamaðurinn verður á staðnum til að taka á móti gestum.

Sara Þórðardóttir Oskarsson útskrifaðist með hæstu einkunn frá Listaháskólanum í Edinborg árið 2012. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og verið með í samsýningu hér heima og erlendis. Hún er félagi í Anarkíu hópnum í Kópavogi.

Hlekkur á Facebook-viðburðinn: https://www.facebook.com/events/1704919723102074/

Tengiliður: Sara Þ. Oskarsson

Sími: 845 7008

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com