Sara Björg1

Sara Björg opnar sýninguna Mjúkberg í Ekkisens

Verið velkomin á Mjúkberg, sýningu Söru Bjargar Bjarnadóttur á skúlptúrum sem gerðir eru úr framtíðarbergtegund. Opnunarhóf verður miðvikudaginn 29. maí, 17:00 – 19:00 og léttar veigar í boði.

Samsetning Mjúkbergs:

Hálfstorknaðir skúlptúrar, myndbreyttir og mjúkir. Umkristallaðar frumsteindir sem mynduðust í möttlinum. Sýnistaka úr framtíðar sköpunarsögu jarðar.

Sýnin hafa verið endurunnin og samsett til uppstillingar.

Sara Björg Bjarnadóttir (f .1988) útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2015 og þar á undan var hún í fornámi í Myndlistaskólanum í Reykjavík. Eftir útskrift flutti hún til Berlínar til þess að fara í starfsnám hjá Markus Zimmermann og hefur hún búið og starfað þar síðan. Sara hefur sýnt bæði á Íslandi og erlendis og unnið að margs konar sýningum. Hún hefur haldið sex einkasýningar, nú síðast vorið 2018 í verkefnarýminu Babel, í Berlín.

„Í minni list vil ég skoða samskipti milli líkamlegra hvata og rökhugsunar. Efni og form stýra líkamlegu ferli eins og fastur rammi utan um óhlutstæðan leik. Ég vinn í ýmsum miðlum og oft eru verkin bundin rýminu eða unnin sem könnun á ákveðnu formi eða efni. Ramminn leiðir mig áfram en það geta komið skarpar beygjur og þá, í gegnum spuna, finn ég jafnvægi milli þess að vera við stjórn og að sleppa.“

Sýningin mun svo standa opin 15:00 – 18:00 laugardaga og sunnudaga, fyrstu þrjár helgarnar í júnímánuði og á öðrum tímum sem auglýstir verða sérstaklega gegnum samfélagsmiðla eða eftir samkomulagi.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com