Sím.listamenn

Samtök um listamannarekin myndlistarrými: Stofnfundur 7. október

 Listamannarekin rými stofna samtök

Þann 7. október, klukkan 17:00 verður haldinn stofnfundur Samtaka um listamannarekin myndlistarrými í Kling & Bang á 3. hæð í Marshallhúsinu. Samtökin eru fyrst og fremst hugsuð sem hagsmunasamtök. Þau eiga að styrkja, efla og verja framsækin myndlistarrými sem eru rekin án hagnaðarsjónarmiða og leitast við að koma þeim sjónarmiðum inn í opinbera umræðu. Félagar í samtökunum geta verið öll þau rými eða framtök (e. initiative) sem eru með sýningar opnar almenningi á sviði samtímalista, en eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Hugmyndin er að þetta einskorðist við rými sem að megninu til sýni verk annarra en þeirra listamanna sem að þeim standa. 

Aðilar úr Kling & Bang, Midpunkt, Nýlistasafninu og Verksmiðjunni á Hjalteyri hafa unnið að drögum að stofnsamþykktum samtakanna og vonast til þess að sem flestir aðstandendur listamannarekinna rýma mæti á stofnundinn og verði þar með stofnaðilar að samtökunum. Einnig er hægt að mæta rafrænt. 

Ef þú telur þitt sýningarrými eiga heima í þessum nýju samtökum geturðu sent línu á listamannarekin@gmail.com til að fá send fundargögn og melda þig á fundinn.

Með von um góðar undirtektir,

Gústav Geir Bollason (Verksmiðjunni Hjalteyri), Ingibjörg Sigurjónsdóttir (Kling & Bang), Snæbjörn Brynjarsson (Midpunkt) og Sunna Ástþórsdóttir (Nýlistasafninu)

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com