Ks12 Transitions

Samtalssalóna á menningarnótt: KS12 Umskipti

Hvað : KS 12: UMSKIPTI
Hvenær :  18.08.18
Tími : 18:00 – 21:00
Hvar : Klapparstígur 12, 101 reykjavík.
 
Haldinn verður fundur með þátttakendum fimmtudaginn 16. ágúst kl. 14. Fjölmiðlar hjartanlega velkomnir en boða þarf komu sína til skipuleggjenda.

NÁNAR UM VIÐBURÐ:
Í lítilli íbúð við Klapparstíg 12 munu 10 listamenn koma saman á menningarnótt undir yfirskriftinni KS12: Umskipti. Viðburðurinn er liður í formlegri dagskrá menningarnætur og einblínir á einkasamtalið sem rannsóknartæki.
 
KS12: Umskipti er samtalssalóna sem rannsakar menningarleg og listræn áhrif þess að flytja sig úr stað út frá landfræðilegum og huglægum aðstæðum. Almenningi er boðið inn fyrir veggi einkaheimilis og leggja við hlustir á meðan fimm listamenn úr ýmsum áttum munu eiga í einkasamræðum við einstakling sem þau hver fyrir sig hafa boðið í heimsókn. Á meðan má njóta framandi tóna úti á svölum þar sem kvöldinu lýkur með pallborðsumræðum. Hvaða áhrif hefur það á menninguna að breyta um umhverfi, vera á skjön eða aðlaga sig óþekktum aðstæðum? Hvernig finnum við sjálfið innan framandi miða? Er mikilvægt að líða sem hluti af heild? Hvaða áhrif hefur það á sköpunarkrafinn? Í gegnum samtalið skiptumst við á og sköpum nýjar hugmyndir. Umræðuefnið leiðir okkur á nýja áfangastaði. Samtöl eftirtalinna listamanna kanna þannig tengsl ólíkra andartaka innan sameiginlegs rýmis.
 
ÞÁTTAKENDUR:
Daniel Reuter (GER/LUX) í samtali við Claudia Hausfeld (GER)
Becky Forsythe (CAN) í samtali við Þórönnu Björnsdóttur (IS)
Ásdís Sif Gunnarsdóttir (IS) í samtali við Daniel Leeb
Sean Patrick O’Brien (CAN/USA) í samtali við Lord Pusswhip (IS)
Júlía Margrét (IS) í samtali við Björk Þorgrímsdóttur (IS)
Gjörningamiðað dj-sett mun vera á móttökusvölunum á meðan á samræðusalónunni stendur, AXIS DANCEHALL með Atla Steini and Grétari Mar.  
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com