Gretar Reynisson

Samtal um verk Gretars Reynissonar í Neskirkju

Föstudaginn langa, 14. apríl næstkomandi, að messu lokinni kl. 12 mun Ólafur Gíslason listfræðingur flytja tölu um verk Gretars Reynissonar sem nú eru til sýnis í safnaðarheimili Neskirkju. Þann 2. apríl opnaði sýning Gretars í Neskirkju.

Á sýningunni eru til sýnis ljósmyndaverkið 20 40 60, sem kallast á við orð sköpunarsögu Biblíunnar: ,,Því að mold ert þú og til moldar skaltu aftur hverfa” (1Mós 3:19) og tímamót í fortíð og nútíð listamannsins, og gjörningurinn 500 fingraför, þar sem þátttakendur hafa merkt vegg í safnaðarheimili kirkjunnar með moldarfingraförum og sem vísar meðal annars til upphafs og afmælis siðbótarhreyfingarinnar.

Sjá nánar: http://www.neskirkja.is/um-neskirkju/syningar/

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com