P1018267

Samsýning Textílfélagsins ‘Stólpar / Pillars’ opin um helgina

Samsýningu Textílfélagsins, ‘Stólpar / Pillars’, sem var hluti af Hönnunarmars í ár, verður opin í tvo daga í viðbót:

Laugardaginn 1. apríl frá kl. 11-17   (kl. 14 verður leiðsögn með sýningarstjóra)
 
Sunnudaginn 2. apríl frá kl. 13-17   (kl. 14 verður leiðsögn með sýningarstjóra)

Sýningin er haldin í (fokheldu) Lækningaminjasafninu á Seltjarnarnesi, en þetta er annað árið í röð sem Textílfélagið glæðir húsið lífi á Hönnunarmars, og textíllinn nýtur sín einstaklega vel í hráu húsnæðinu.

 
Þetta árið eru 22 félagsmanna ásamt 2 samstarfsmönnum sem taka þátt í sýningunni, ásamt erlendum gestum okkar; Lauru Pehkonen keramiklistakonu frá Finlandi og Katharinu Jebsen textíllistakonu frá Þýskalandi.
 
Sýnendur eru:
Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Sigrún Lára Shanko, Lára Magnea Jónsdóttir, Sirrý Örvarsdóttir, Guðrún Kolbeins, Guðlaug Halldórsdóttir, Þóra Björk Schram, Ólafur Þór Erlendsson, Anna Þóra Karlsdóttir, Steinunn Björg Helgadóttir, María Valsdóttir, Ragna Fróða, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Erla Dís Arnardóttir, Hanna Pétursdóttir, Helga Aradóttir, Unnur Óttarsdóttir, Helga Pálína Brynjólfdóttir, Bjargey Ingólfdóttir, Margrét Guðnadóttir, Þorgerður Hlöðversdóttir, Edda Skúladóttir, Þórey Eyþórsdóttir.
 
Sýningarstjórar eru Halla Bogadóttir og Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir
 
Nánari upplýsingar veita:
Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir  8971949  asta@astaclothes.is
Halla Bogadóttir 6617797 hbo@tskoli.is
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com