Mixtúra11

Samsýningin Mixtúra – Á Hlöðulofti Korpúlfsstaða

Sýningin Mixtúra var opnuð miðvikudaginn 17.júní sl. á Hlöðulofti Korpúlfsstaða. Að sýningunni standa myndlistarmennirnir Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hildur Margrétardóttir, Hlíf Ásgrímsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá og Ólöf Oddgeirsdóttir.

Sýningarhópurinn á að baki fjölda sýninga en svo skemmtilega vill til að fyrsta samsýning hópsins var opnuð í húsnæði gömlu ullarverksmiðjunnar í Álafosskvosinni þann 17. júní árið 2004 í tilefni af 60 ára afmæli Lýðveldisins Íslands. Í kjölfarið efndi hópurinn til sýninga í óhefðbundnum rýmum víðs vegar um landið og erlendis og má þar nefna yfirgefnar verbúðir, gömul söfn og verslunarhús. Með sjálfan sköpunarneistann að leiðarljósi efnir sýningarhópurinn nú til sinnar elleftu samsýningar, Mixtúru, sem vísar jafnt til samsetningar hópsins og þeirrar andlegu hollustu sem í listinni er fólgin.

Á sýningunni gefur að líta málverk, teikningar, lágmyndir, innsetningar og skúlptúra. Eftir opnunardaginn verður sýningin opin 18.,19. og helgina 20. og 21. júní og síðan frá fimmtudeginum 25. júní til sunnudagsins 28. júní frá kl. 14-17. Aðgangur er ókeypis.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com