20907022 10159559577750221 137892249 O

Samsýningin Metro-Natura í Listhúsi Ófeigs

Í Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5 í Reykjavík er samsýning þriggja listamanna; þeirra Söru Oskarsson, Mikael Colville-Andersen og Jóns Gústafssonar. Sara er listamaður og stjórnmálamaður, Mikael er sérfræðingur í borgarskipulagi og Jón er kvikmyndagerðamaður, leikstjóri og ljósmyndari. 

Sýningin er því þverfagleg nálgun, yfirskrift hennar er Metro-Natura og leitast við að skoða tengsl mannsins við nærumhverfi sitt, hvort sem að um er að ræða náttúruna eða borgina sem hann býr í. Listamennirnir skoða þessi svæði frá mismunandi sjónarhornum og út frá ólíkum forsendum, miðlum og fræðigrunnum. 

Sara einblínir á blöndum þessara umhverfa og veltir því upp hvort að maðurinn sé ekki einungis kominn í kuldalegri fjarlægð frá náttúrunni sjálfri þegar að hann lifir og hrærist í borgarumhverfi heldur jafnvel frá umhverfinu sem hann skapaði sjálfur. Þrátt fyrir að borgarlandslagið sé hans eigin sköpunarverk er hann jafnvel innan þeirra marka búinn að koma sér fyrir í kaldri, fjarlægð frá henni með því að afloka sig inn í bílum og hanna borgina sjálfa út frá þörfum þess farartækis, en ekki þörfum hans sjálfs.

Jón skoðar íslenska náttúru ofan frá, úr þyrlu. Hann setur fram ljósmyndir sem eru teknar úr ákveðninni fjarlægð frá náttúrunni sjálfri og frá sjónarhorni sem að jafnvel reyndustu ‘ferðagarpar’ hafa aldrei séð landið frá. Hann grípur augnablik þar sem að landið sýnir okkur form og mynstur sem að minna að sumu leyti meira á borgarskipulag en það sem að ferðamaðurinn sér standandi við árbakkann. Í myndunum birtist skipulag náttúrunnar sjálfrar sem við skoðun virðist síður en svo tilviljanakennt, heldur brýst fram í þessum tignarlegu mynstrum og formum sem fanga áhorfandann og greipir sér í huga hans.  

Mikael er brautryðjandi í borgarskipulagi hefur verið kallaður “The Pope of Urban Planning” eða páfi borgarskipulagsins. Mikeal stóð fyrir einni stærstu og ‘most impressive’ rannsókn á hjólreiðum. Í rannsókninni var 16,631 hjólreiðamanni fylgt eftir í 12 klukkustundir og fylgst með því hvernig hver og einn brást við borgarlandslaginu á leið sinni um borgina. Rannsóknir varð að mikilvægri mannfræðirannsókn sem gaf mikla innsýn inn í samskipti hjólreiðamannana við aðra vegfarendur og við borgarmannvirkin sem til staðar voru. Niðurstöðurnar voru áhugaverðar og sýndu í fyrsta sinn með notkun mannfræðilegra og félagsfræðilegra rannsóknarhátta samskipti borgarbúans við nærumhverfi sitt. Rannsakendur leggja áherslu á að svona skuli skoða, hanna og skipuleggja borgarumhverfi og borgarsamgöngur – það er með hliðsjón af vilja og þörfum mannsins frekar en t.d. bílsins. Úr þessari rannsókn Mikaels kom einnig í ljós að þrjár tegundir af hjólreiðamönnum voru áberandi og Mikael kallar þá: Conformists, Momentumists, and Recklists. Fyrsti hópurinn er hefðbundinn í nálgun sína við mannvirki, annar hópurinn fylgir hópnum og hjarðhegðuninni hverju sinni og sá þriðji er róttækur, sjálfstæður í ákvarðannatöku og tekur áhættur.  Þessar ‘desire lines’ eða óskalínur sem að niðurstöður sýndu er áhugavert að skoða í samhengi við formin og mynstrin í ljósmyndum Jóns; árfarvegirnir mynda keimlíkar ‘desire lines’ sem hafa hljómgrunn í hegðun mannsins innan borgarmúranna.

Mikael vinnur með stjórnvöldum um allan heim við það að bæta borgirnar og skipulag þeirra. Hann ferðast því víða vegna vinnu sinnar, til ólíkra staða, ólíkra borga sem að heilla hann hver á sinn hátt. Hugfanginn af borgum yfir höfuð leitast Mikael við það að túlka borgir og anda þeirra í verkum sínum. Með því að draga úr og sneiða hjá öllum óþarfa setur Mikael fram sína hugmynd um hina ‘fullkomnu borg’. Hann notar blandaða tækni við gerð verkanna. Grafísk hönnun. Gifs. Viður. Mikael Colville-Andersen leitast við að draga fram grunnatriði borgarlandslagsins í verkum sínum.

Í Metro Natura skoða listamennirnir þessi lífrænu hegðunarmynstur sem að, jafnvel verkfræðin virðist ekki halda í skefjum, heldur brýst oft fram eitthvert grundvallarlögmál náttúrunnar í hegðun mannsins og atferli og í samskiptum hans við umhverfi sitt.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com