Sigurjón Ólafsson:
Konan í Húsinu / The Woman In The House
LSÓ 1327

SAMSKEYTINGAR Uppbygging verka Sigurjóns Ólafssonar

Næstkomandi laugardag 3. september, kl. 14, verður opnuð ný sýning í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar  undir heitinu  SAMSKEYTINGAR  – uppbygging verka Sigurjóns Ólafssonar.

Sigurjón Ólafsson er þekktur sem myndhöggvari af gamla skólanum. Auk þess að höggva í stein, tré og jafnvel málm var hann ötull við að móta í leir og gifs og sjóða saman listaverk úr málmi. Stóran hluta verka hans frá sjöunda og áttunda áratug liðinnar aldar má einnig flokka undir það sem kallað hefur verið samskeytingar „assemblage“. Þá er viðarbútum, tilsniðnum eða eins og þeir koma fyrir, skeytt utan á tiltekinn kjarna  svo úr verður heilstætt listaverk. Með þessari aðferð opnaði Sigurjón  enn nýjar leiðir til að víkka tjáningarsviðið í list sinni.

Á þessari sýningu gefur að líta úrval verka af þessum toga, sem Birgitta Spur hefur valið. Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur, ritar aðfaraorð í sýningarskrá.

Fram til 27. nóvember verður sýningin í Listasafni Sigurjóns opin um helgar milli klukkan 14 og 17. Hin vistlega kaffistofa safnsins er opin á sama tíma.

Ábyrgðarmaður og sýningarstjóri: Birgitta Spur.

Mynd með frétt, Konan í húsinu, 1979.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com