Samleid 2

Samleið – síðasta sýningarhelgi

Ásdís Þórarinsdóttir, Dóra Kristín Halldórsdóttir og Þórdís Elín Jóelsdóttir standa að sýningunni SAMLEIÐ sem nú stendur yfir í Gallery Grásteini Skólavörðustíg 4.

Leiðir þeirra lágu saman fyrir nokkrum árum á Korpúlfsstöðum þar sem þær vinna að list sinni jafnframt því að reka Gallerí Korpúlfsstaði ásamt fleirum.

Þær stunduðu allar nám í Myndlista- og handíðaskóla/Listaháskóla Íslands og eru meðlimir í Sambandi íslenskra myndlistarmanna.

Ásdís sýnir olíumálverk sem hún málar í þunnum lögum á striga.

Dóra Kristín sýnir vatnslitamyndir, abstraktverk og náttúrustemningar, einnig skúlptúra úr rekavið.

Þórdís Elín sýnir vatnslitaþrykk og litlar ætingar af íslenskri náttúru.

Sýningunni lýkur þann 27. september, þá verða þær viðstaddar og taka á móti gestum.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com