Samkeppni um myndlistarverk fyrir Heilsugæslustöðina á Mývatni

Kallað er eftir tillögum frá myndlistarmönnum sem áhuga hafa á að taka þátt í samkeppni um listaverk fyrir biðstofu Heilsugæslustöðvarinnar á Mývatni.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu, sendi inn rafræna umsókn til Listskreytingasjóðs, á netfangið: ingibjorg@sim.is

 

Umsókn skal innihalda:

– Stutt ágrip af starfsferli listamannsins (max 500 orð)

– 4-5 myndir af fyrri verkum

– Stutt lýsing á forsendum umsóknar, og grunn-hugmynd að listarverki/nálgun við verkefnið, ásamt grófri fjárhagsáætun.

 

Þar sem byggingarkostnaður við Heilsugæslunna var lágur er 1% kr. 1.000.000.- og er það heildarkostnaður við verkið. Ekki verður um aðrar greiðslur að ræða.

Hér fyrir neðan er grunnmynd, annars vegar af öllu húsinu og svo grunnmynd og snið af biðstofu heilsugæslunnar, og einnig ljósmyndir frá biðstofunni.

Umsóknir um þátttöku í samkeppninni skulu berast í tölvupósti fyrir kl. 16:00, miðvikudaginn 21. desember 2016.

Nefnd skipuð fulltrúum verkkaupa, Heilsgæslunnar og Listskreytingasjóðs munu velja úr innsendum umsóknum.

ljosmynd-af-bidstofu-2

ljosmynd-af-bidstofu

grunnteikning-heilsugaeslustod-i-myvatnssveit

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com