A3d39278abe61e4d

Samkeppni um aðkomutákn fyrir Mosfellsbæ

– Athugið að fyrirspurnir þurfa að berast fyrir þriðjudaginn 27. febrúar 2018!

Mosfellsbær í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands efnir til samkeppni um hönnun á nýju aðkomutákni til að marka þær þrjár aðkomur að bænum. Tillögum skal skilað þriðjudaginn 10. apríl.

Í ágúst sl. voru liðin 30 frá því að Mosfellsbær fékk kaupstaðarréttindi. Ákveðið var af því tilefni að efna til þessarar hugmyndasamkeppni og er stefnt að því að vígja vinningstillöguna á 31. árs afmæli bæjarins í ágúst næst komandi.

Verkefnið
Leitað er eftir hugmyndum um nýtt aðkomutákn sem sett verður upp við aðkomuleiðir inn í Mosfellsbær. Aðkomutákninu er ætlað að vekja athygli á Mosfellsbær og marka það svæði sem honum tilheyrir.

Þátttaka
Samkeppnin er opin landslagsarkitektum, arkitektum, menntuðum hönnuðum, og myndlistarmönnum. Ef teymi vinnur saman að tillögunni er nóg að einn úr teyminu uppfylli menntunarkröfur.

Verðlaunafé
Fyrstu verðlaun eru samtals 2.000.000 króna og verða veitt fyrir þá tillögu sem valin verður í fyrsta sæti.

Dómnefnd
Mosfellsbær tilnefnir tvo aðila í dómnefnd og Hönnunarmiðstöð Íslands tilnefnir þrjá aðila í dómnefndina.

Nánari upplýsingar um verkefnið og Mosfellsbæ

Nánari upplýsingar um samkeppnina er að finna á vefslóðinni www.honnunarmidstod.is og www.mosfellsbaer.is/honnunarsamkeppni.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com